Morgunblaðið/Rúnar Þór Snekkjan opnuð í Hrísey Við ætlum að hafa allt fyrsta flokks," sagði Páll Björgvinsson framkvæmdastjóri Snekkjunnar, en það er nýr veitingastaður í Hrísey.

Morgunblaðið/Rúnar Þór Snekkjan opnuð í Hrísey Við ætlum að hafa allt fyrsta flokks," sagði Páll Björgvinsson framkvæmdastjóri Snekkjunnar, en það er nýr veitingastaður í Hrísey. Snekkjan leggur áherslu á skyndibita svokallaða, samlokur, hamborgara, gufusoðnar pylsur og einnig verður hægt að fá smurbrauð jafnt sem kaffibrauð á staðnum, sem alls tekur 32 í sæti. Páll segir að stefnt sé að því í framtíðinni að bjóða upp á tvær til þrjár gerðir fiskrétta. Á myndinni eru eigendur Snekkjunnar, frá vinstri: Ásta Sigurðardóttir, Sigurhanna Björgvinsdóttir, Páll Björgvinsson, Friðbjörn Björnsson og Björgvin Pálsson.