Bæjarstjórn Kópavogs: Flutningi varnaþings til Hafnarfjarðar mótmælt BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum ályktun, þar sem mótmælt er frumvarpi um dómsmál, sem er til afgreiðslu á Alþingi.

Bæjarstjórn Kópavogs: Flutningi varnaþings til Hafnarfjarðar mótmælt

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt með tíu samhljóða atkvæðum ályktun, þar sem mótmælt er frumvarpi um dómsmál, sem er til afgreiðslu á Alþingi. Frumvarpið felur í sér að varnaþing íbúasveitar félgasins verði flutt til Hafnarfjarðar.

Ályktun bæjarstjórnar var borin fram af Richard Björgvinssyni, Braga Michaelsyni, Guðna Stefánssyni, Arnóri Pálssyni og Skúla Sig urgrímssyni. Í henni segir að: "Það hefur borist til vitundar bæjarstjórnar Kópavogs, að á Alþingi sé sótt að sjálfstæði bæjarfélagsins með þeim hætti að samþykkja eigi á Alþingi frumvarp um dómsmál, sem fela í sér þá ákvörðun, að varnarþing íbúa sveitarfélagsins verði flutt til Hafnarfjarðar.

Bæjarstjórn Kópavogs telur slík áform vega harðlega að sjálfstæði sveitarfélagsins og lítur svo á, að réttur hins almenna borgara sé m.a. óumdeilanlega fólginn í því að geta varið og sótt mál sín á heimavarnar þingi í Kópavogi, svo sem verið hefur frá upphafi þessa bæjarfélags. Það eru mannréttindi í því að þurfa ekki að fara til annarra héraða í þeim efnum.

Er því eindreigið mótmælt öllum slíkum áformum og lítur bæjarstjórn á þau sem beina árás á sjálfstæði sveitarfélagsins og skorar á hið háa Alþingi að leggja slík áform á hilluna."