Jón Baldvin Hannibalsson: Eðlilegt að ríkið eignist meirihluta í Aðalverktökum Viðtal Agnes Bragadóttir JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segist fyrir höndríkisins ekki hafa nokkurn áhuga á að stofna ríkisfyrirtæki um verktökuvegna framkvæmda...

Jón Baldvin Hannibalsson: Eðlilegt að ríkið eignist meirihluta í Aðalverktökum Viðtal Agnes Bragadóttir

JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segist fyrir höndríkisins ekki hafa nokkurn áhuga á að stofna ríkisfyrirtæki um verktökuvegna framkvæmda fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkiástæðan fyrir því að ríkið vilji auka eignarhlut sinn í Íslenskumaðalverktökum, heldur sé núverandi ástand óverjandi með öllu. Ráðherra segir einnig að ríkið eigi að eignast meirihluta í Íslenskumaðalverktökum og meðal þess sem verið sé að ræða sé hugmynd um að skipta félaginu upp í tvö félög: hið eiginlega verktakafélag og eignarhaldsfélag. Utanríkisráðherra ræddi í gær við blaðamann Morgunblaðsins um afstöðu sína til Íslenskra aðalverktaka í framhaldi af viðtali blaðsins við Thor Ó. Thors, forstjóra félagsins í gær.

- Hver er þá tilgangurinn með því að auka eignarhlut ríkisins?

"Málið snýst um það, hvernig verður best fyrirkomið verktakastarfsemi í þágu hins erlenda varnarliðs sem hér er samkvæmt milliríkjasamningi Íslands og Bandaríkjanna. Núverandi ástand er óverjandi með öllu. Það má öllum ljóst vera sem það þekkja," segir Jón Baldvin.

- Af hverju er það óverjandi?

"Íslenska ríkið úthlutar einu fyrirtæki einokunarrétt frá ári til árs, tilað annast þessa verktakastarfsemi. Á liðnum áratugum hefur þetta fyrirtæki vaxið upp í að vera eitt hið öflugasta í landinu. Eignir þess, umfram og óviðkomandi hinni eiginlegu verktakastarfsemi, nema milljörðum. Þær samanstanda annarsvegar af fasteignum og hins vegar af lausafjármunum, sem nema svo háum upphæðum í nokkrum lykil bönkum, að þeir menn sem þeim fjármunum stýra, geta vissulega kallast "áhrifamestu einstaklingar þessa þjóðfélags". Sumir halda því framað þeir gætu með einu símtali bundið enda á tilveru nokkurra banka. Slíkri peningaeign fylgja mikil völd.

En hvaðan eru þessir peningar fengnir og hver er hin félagslega ábyrgð sem þeim fylgir?" spyr utanríkisráðherra og svarar sjálfur: "Peningarnir eru fengnir fyrir áhættulausar framkvæmdir, samkvæmt einkaleyfi, úthlutuðu af ríkisvaldinu, þ.e.a.s. pólitískum flokkum, í skjóli milliríkjasamnings milli tveggja sjálfstæðra ríkja. Með öðrum orðum, þetta er fjársjóður sem á rætur sínar að rekja til pólitískrar verndar og nánast úthlutunar á forréttindum. Það gengur ekki."

- Hvaða fyrirkomulag vill utanríkisráðherra þá hafa?

"Hér liggja fyrir í utanríkisráðuneytinu ýmsar úttektir á Aðalverktökum. Sú viðamesta var reyndar gerð að frumkvæði Alþýðuflokksins í stjórnarandstöðu á tímabilinu 1981-1983. Einnig eru hér nokkrar innanhússskýrslur. Flestum þeim sem reynt hafa að kanna málið, ber saman um að núverandi ástand gangi ekki lengur. Hins vegar eru ýmsar leiðir til um hvaða grundvallarsjónarmið verður að hafa í huga, þegar þær leiðir eru valdar.

Í fyrsta lagi tillaga sem Þorsteinn Pálsson hefur nú gerst talsmaður fyrir: opið útboð. Þessi tillaga er vanhugsuð, því hún tekur ekki tillit til staðreynda um reglur Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. Ef hún yrði fyrir valinu, þýddi það að þessar framkvæmdir yrðu þá opnaðar fyrir verktaka í öllum öðrum NATO-löndum. Það myndi skaða íslenska hagsmuni, íslenskan verk takaiðnað, hagsmuni ríkisins og hagsmuni starfsmanna þeirra sem þarna vinna.

Grundvallarreglan er því sú að ríkið á að sjá til þess að það verði einn samningsaðili. Fyrir því eru ýmis rök, bæði þau sem ég nefndi áðan og eins þau að sveiflur í þessum framkvæmdum hafi sem minnst ra skandi áhrif á íslensku hagsveifluna, nóg er hún samt. Tillögur um breytingar verða að taka tillit til þeirra gríðarlegu fjármuna sem upp hafa safnast, samkvæmt þessari einokun arúthlutun ríkisvaldsins og úthlutun forréttinda í þágu þessara tiltölulega fáu aðila. Breytingarnar verða, með öðrum orðum, að gerast á grundvelli samninga um það, með hvaða hætti þessi fjármunaeign verði útborguð til eigenda, á hve löngum tíma og undir hvaða skilmálum. Ella gætu slíkar breytingar haft stórlega raskandi áhrif á íslenska peninga starfsemi og efnahagslíf.

Þess vegna er ein þeirra leiða sem sérstaklega hefur verið rædd, að skipta núverandi sameignarfyrirtæki, Íslenskum aðalverktökum, uppí tvö félög: hið eiginlega aðalverk takafyrirtæki, sem byggði þá á þeim eignum sem notaðar eru við verktakastarfsemina og einhverju rekstrarfé, en það er lítill hluti af núverandi Aðalverktökum. Í annan stað einskonar eignarhaldsfélag, ("Hold ing Company"), sem er raunar ekkert annað en samkomulag um það hvernig uppsöfnuðum auði verði skilað til eigenda. Þá gæti ríkisvaldið til dæmis notað það fé, sem það fengi í sinn hlut, til þess að kaupa stærri hlut í verktakafyrirtækinu sem slíku, til þess að ná þar fullum yfirráðum . Það er hin rökrétta niðurstaða, vegna þess að það er ríkið sem úthlutar einokunarleyfinu. Ríkið ákveður að aðrir aðilar komist ekki að þessum framkvæmdum á verktakagrundvelli og á þess vegna að vera ráðandi aðili."

- Hvað áttu við, þegar þú segirað eðlilegt sé að ríkið verði ráðandi aðili?

"Hvað ríkið síðan gerir, sem meiri hlutaaðili, er álitamál. Þar koma margar hugmyndir til greina. Ein er sú að þetta verði ósköp einfaldlega ríkisfyrirtæki og það verði teknar pólitískar ákvarðanir um það hvernig hagnaður þess verði notaður. Sumir segja að hann eigi að hluta til að mynda einhvern framkvæmdasjóð Suðurnesja, en aðrir segja að þetta eigi að vera rekstrarfé hins eina byggðasjóðs landsins. Hagnaðurinn af þessum framkvæmdum eigi að renna til uppbyggingar atvinnustarfsemi á öllu landinu. Hann á a.m.k. að renna til einhverra þjóðfélagslegra verkefna, en ekki í að hlaða upp einkaauð nokkurra pólitískra forrétt indafjölskyldna.

Önnur leið er sú að segja að það sé þrátt fyrir allt óeðlilegt að ríkið sé með slíkan rekstur, það sé nóg að ríkið sé samningsaðilinn, sem tryggi það svo að verktakafyrirtækið sem slíkt, verði almenningshlutafélag. Rökin fyrir því eru þau, að þá er verið að draga úr því, að þarna sé um að ræða lokað félag einhverra fjölskyldna sem hafi verið valdar af forystusauðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þess vera að móttakendur þessara forréttinda, heldur verði félagið opnað almenningi. Sú leið kemur fyllilega til álita, enda ætti þetta fyrirtæki í raun og veru að vera eign allrar þjóðarinnar og gæti orðið þáttur í því að byggja hér upp raunverulegan hlutafjármarkað, en á því er reyndar af öðrum orsökum brýn nauðsyn. Það verður verkefni nýrrar stjórnar Aðalverktaka að taka þessi mál öll fyrir og vinna að því að koma á þeim nauðsynlegu breytingum sem á fyrirtækinu hljóta að verða," sagði ráðherra að lokum."

Jón Baldvin Hannibalsson

utanríkisráðherra