Landsvirkjun: 150 milljóna tilboð í stjórnhús OPNUÐ hafa verið tilboð hjá Landsvirkjun í byggingu stjórnhúss við Blönduvirkjun. Stjórnhúsið er þriggja hæða steinsteypt bygging, alls um 1.350 fermetrar að flatarmáli.

Landsvirkjun: 150 milljóna tilboð í stjórnhús

OPNUÐ hafa verið tilboð hjá Landsvirkjun í byggingu stjórnhúss við Blönduvirkjun.

Stjórnhúsið er þriggja hæða steinsteypt bygging, alls um 1.350 fermetrar að flatarmáli. Í því verður stjórnherbergi, ro fasalur, verkstæði, geymslur o.fl. Skila skal húsinu að mestu leyti fullfrágengnu með loft ræstibúnaaði, raflögn, pípulögn og innréttingum.

Verkið nær einnig til þess að gera undirstöður fyrir spenna og háspennubúnað utanhúss og að ganga frá lóð við húsið.

Gert er ráð fyrir að húsið verði steypt upp að mestu á þessu ári, en verkinu verði lokið að fullu á næsta ári. Alls bárust sex tilboð í verkið auk eins frávikstilboðs, sem hér segir:

Byggingarfélagið Hlynur hf. og Trésmiðjan Borg hf., Sauðárkróki, 151.250.505, Hagvirki hf., Hafnarfirði, 179.445.000, Fossvirki, Reykjavík, 168.666.447, S.H. Verktakar, Hafnarfirði, 126.941.671, fráviksboð 124.441.671, Ísberg sf., Reykjavík, 116.371.662, Trésmiðjan Stígandi hf., Blönduósi, 129.985.284. Kostnaðaráætlun ráðunauta: 170.571.000.

Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að því búnu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra.