Um 25 konur deyja árlega úr brjóstakrabbameini: Hægt er að lækka dánartíðni um 30% með röntgenmyndatökum ­ segir Baldur F.

Um 25 konur deyja árlega úr brjóstakrabbameini: Hægt er að lækka dánartíðni um 30% með röntgenmyndatökum ­ segir Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir röntgendeildar Krabbameinsfélagsins Brjóstakrabbamein er algengast krabbameina og hefur tíðni þess farið vaxandi síðustu áratugi. Það telur nú um fjórðung allrakrabbameina kvenna. Árin 1981-86 greindust að jafnaði rúmlega 90 tilfelli árlega á Íslandi og um 25 konur deyja úr sjúkdómnum árlega, margar á besta aldri.

Þetta kom meðal annars fram í ávarpi Baldurs F. Sigfússonar, yfirlæknis Röntgendeildar Krabbameinsfélags Íslands, á fræðslufundi, sem haldinn var fyrir nokkru í tengslum við aðalfund KÍ og 25 ára afmæli Leitarstöðvar KÍ. Rönt genmyndataka af brjóstum er sú aðferð, sem gefið hefur hvað besta raun í greiningu sjúkdómsins. Með myndatöku má finna mun minni æxli en við þreifingu, einkum ef þau liggja djúpt eða erfitt er að þreifa brjóstin. Meira en helmingur æxla, sem greinast á þennan hátt, finnast ekki við þreifingu. Athuganir hafa leitt í ljós að hægt er að lækka dánartölu um og yfir 30% með notkun röntgentækni við greiningu brjóstakrabbameins. Þá hefur hlutfallsleg fjölgun lítilla æxla, sem finnast við hópskoðun með brjóstamyndatöku, orðið til þess að mun fleiri konum býðst takmörkuð skurðaðgerð, sem gengur undir nafninu fleygskurður, í stað þessað missa allt brjóstið, að sögn Baldurs.

Skipuleg hópskoðun með brjóstamyndatöku á Íslandi mun vera hin fyrsta sem nær til heillar þjóðar. Hinn 2. nóvember 1987 hófst í Leitarstöð KÍ skipuleg, samræmd leit að legháls- og brjóstakrabbameini, þar sem öllum konum 40-69 ára, svo og 35 ára, var boðin brjóstamyndataka á röntgendeild inni. Aðrar konur allt frá tvítugu eru skoðaðar með þreifingu, en sendar í myndatöku eða töku stungusýnis, ef tilefni gefst. Úti álandi var farið að bjóða upp á brjóstamyndatöku á síðasta ári. Notað er meðfærilegt röntgentæki, sem sent er á milli staða. Röntgendeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fékk eigið brjóstamyndatöku tæki að gjöf frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og sér hún um leitina í Eyjafirði. Á heildina litið virðist fyrsta reynsla hópskoð unar lofa góðu, að sögn Baldurs. Hinsvegar segir hann að þátttaka mætti vera betri, einkum meðal kvenna yfir fimmtugt, eigi kostnaður og fyrirhöfn að skila umtalsverðum árangri í formi lækkunar dánartölu.

Um það bil 11.600 konur voru rannsakaðar með brjóstamyndatöku á sl. ári auk rúmlega 200 kvenna, sem leituðu sjálfar eftir skoðun vegna grunsamlegra einkenna í brjóstum.

Frá fræðslufundi, sem haldinn var í tengslum við aðalfund Krabbameinsfélags Íslands og í tilefni af 25 ára afmæli Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.