Lykt af þvagi rándýra gegn meindýrum Auckland, Nýja Sjálandi. Reuter. VÍSINDAMENN á Nýja Sjálandi segjast hafa búið til efni á rannsóknarstofu sem gæti valdið straumhvörfum í baráttunni við að halda nagdýrum eins og rottum og músum í skefjum.

Lykt af þvagi rándýra gegn meindýrum Auckland, Nýja Sjálandi. Reuter.

VÍSINDAMENN á Nýja Sjálandi segjast hafa búið til efni á rannsóknarstofu sem gæti valdið straumhvörfum í baráttunni við að halda nagdýrum eins og rottum og músum í skefjum. Í náttúrunni fyrirfinnst efnið í þvagi og kirtlum ýmissa rándýra og nægir lyktin af því til að hræða líftóruna úr nagdýrum.

Doug Crump, sem unnið hefur að þróun efnisins í samvinnu við kanadíska vísindamenn, segist ekki hafa séð með eigin augum nagdýr drepast af völdum efnisins. Hins vegar hafi saxast mjög á nagdýrastofna þar sem efninu hefur verið beitt og það gefi mjög eindregnar vísbendingar.

Kanadískt fyriræki hefur nú keypt uppfinningu vísindamannanna og áformar að setja efnið á markað á þessu ári.