Recruit-hneyks lið: Átök innan stjórnmálaflokkanna Tókýó. Reuter.

Recruit-hneyks lið: Átök innan stjórnmálaflokkanna Tókýó. Reuter.

FORMAÐUR næststærsta stjórnarandstöðuflokks Japans, Khom eito-flokksins, og fyrrum ráðherra stjórnarflokksins, Frjálslynda demókrataflokksins, sögðu sig á miðvikudag úr flokkum sínum vegna Recruit-málsins, mesta hneykslismáls í japönskum stjórnmálum eftir heimsstyrjöldina síðari.

Junya Yano, formaður Komeitoflokksins, sagðist í sjónvarpsviðtali taka á sig ábyrgðina á afsögn tveggja þingmanna flokksins. Annar þeirra, Katsuya Ikeda, tilkynnti afsögn sína á þriðjudag eftir að saksóknarar höfðu sakað hann umað hafa þegið hlutabréf að gjöf frá Recruit-fyrirtækinu. Yano minntist ekkert á fréttir um að hann hefði sjálfur þegið hlutabréf frá raftækja verksmiðju.

Embættismaður Frjálslynda demókrataflokksins sagði í samtali við fréttaritara Reuters að fyrrum ráðherra flokksins, Takao Fujin ami, hefði ákveðið að segja sig úr flokknum vegna Recruit-málsins. Hann og Ikeda voru teknir til yfirheyrslu á miðvikudag.

Reuter