Reuter Walesa í Belgíu Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna í Póllandi, kom á miðvikudag til Belgíu, þar sem hann mun dvelja í tvo daga í boði Alþjóðasamtaka frjálsra verkalýðsfélaga, sem eru með aðsetur í Brussel.

Reuter Walesa í Belgíu Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna í Póllandi, kom á miðvikudag til Belgíu, þar sem hann mun dvelja í tvo daga í boði Alþjóðasamtaka frjálsra verkalýðsfélaga, sem eru með aðsetur í Brussel. Walesa ræddi við Wilfred Martens, forsætisráðherra Belgíu, sem er til hægri á myndinni. "Við vitum að þið tilheyrið þeim hluta Evrópu, sem er ef til vill lengra á veg kominn, og þess vegna leitum við til ykkar til að læra af reynslu ykkar," sagði Walesa meðal annars við komuna.