Doktor í lífefnafræði ÞANN 20. apríl síðastliðinn varði Sigríður Ólafsdóttir doktorsritgerð sína við lífefnafræðideild Virgina Commonwealth University í borginni Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum.

Doktor í lífefnafræði

ÞANN 20. apríl síðastliðinn varði Sigríður Ólafsdóttir doktorsritgerð sína við lífefnafræðideild Virgina Commonwealth University í borginni Richmond í Virginíufylki í Bandaríkjunum.

Titill ritgerðarinnar var "Spectro scopic Analysis of Conformational Changes in Alkaline Phosphatase" og fjallaði um athuganir á formbreytingum á ensímum alkalískum fosfatasa við bindingu á hvarfefnum og latefnum. Rannsóknirnar voru gerðar undir leiðsögn Dr. Jan F. Chlebow ski frá 1986-1989.

Niðurstöður rannsóknanna hafa þegar birst í 2 greinum eftir Sigríði og samstarfsmenn í Journal of Bio logical Chemistry 1988 og 1989.

Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörn 1977 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands vorið 1980. Hún starfaði á efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans við rannsóknir á melt ingarensímum úr þorski og hitakærum örvefum frá 1980-1984 og 1985-1986.

Foreldrar Sigríðar eru Erla Ísleifsdóttir og Ólafur Jensson, læknir. Hún er gift Þorkeli Sigurðssyni, lækni, sem stundar nú framhaldsnám í augnlækningum í Björgvin í Noregi.

Dr. Sigríður Ólafsdóttir