Landsþing St. Georgs-skáta 13. landsþing St. Georgsgildanna á Íslandi var haldið á Akureyri 30. apríl sl. í umsjá gildisins á Akureyri. Mörg mál voru á dagskrá þingsins en hæst bar þó umræður um Norðurlandaþing sem haldið verður í Reykjavík í júlí 1990.

Landsþing St. Georgs-skáta 13. landsþing St. Georgsgildanna á Íslandi var haldið á Akureyri

30. apríl sl. í umsjá gildisins á Akureyri. Mörg mál voru á dagskrá þingsins en hæst bar þó umræður um Norðurlandaþing sem haldið verður í Reykjavík í júlí 1990.

Rúmlega 100 manns úr öllum gildum landsins sátu þingið. Björn Stefánsson landsgildismeistari, Guðni Jónsson varalandsgildismeistari og Elsa Kristinsdóttir ritari gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og voru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf.

Í stjórn voru kosin: Áslaug Friðriksdóttir, Reykjavík, landsgildismeistari, Hörður Zophaníasson, Hafnarfirði, varalandsgildismeistari, Garðar Fenger, Reykjavík, Sonja Kristensen, Keflavík, Aðalgeir Pálsson, Akureyri, Jón Bergsson, Hafnarfirði, Hilmar Bjartmarz, Reykjavík.