Aldís óhreyfð í viku: Kostnaðurinn 800 þúsund á dag ALDÍS, hin nýja Boeing-737þota Flugleiða, hefur staðið óhreyfð í viku vegna kjaradeilu flugmanna félagsins, sem fara fram á sérstaka álagsgreiðslu fyrir að fljúga vélinni.

Aldís óhreyfð í viku: Kostnaðurinn 800 þúsund á dag

ALDÍS, hin nýja Boeing-737þota Flugleiða, hefur staðið óhreyfð í viku vegna kjaradeilu flugmanna félagsins, sem fara fram á sérstaka álagsgreiðslu fyrir að fljúga vélinni. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er kostnaður félagsins vegna vélarinnar rúmlega 800 þús. krónur á dag, þar sem hún stendur óhreyfð.

Einar sagði að borist hefðu fyrirspurnir frá tveimur flugfélögum, bresku og bandarísku, um kaup eða leigu á vélinni en ekki hefur verið tekin afstaða til þeirra ennþá. "Menn fylgjast með vélunum og vita hvað er að gerast hér hjá okkur og allir sem geta náð í vélar teljast mjög heppnir því að það vantar víða vélar," sagði Einar.

Sagði hann að krafa flugmanna um sérstaka launahækkun fyrir að fljúga þessum vélum, hefði komið fram eftir að vélin var komin til landsins þegar verið var að semja um hámarks flugtíma. Vitað varað semja þyrfti sérstaklega um fjölda flugtíma, þar sem flugmenn fóru fram á að þeir yrðu mest átta í einu en í gildi er samningur sama stéttarfélags við Arnarflug um tíu tíma flug á Boeing-737-vélunum.