Finnst að verið sé að kasta stríðshanska ­ segir forseti bæjarstjórnar Kópavogs um ályktun stjórnar SSH "ÞAÐ eru einkennileg vinnubrögð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að rjúka til og taka afstöðu í deilumáli sem þessu í stað þess að...

Finnst að verið sé að kasta stríðshanska ­ segir forseti bæjarstjórnar Kópavogs um ályktun stjórnar SSH "ÞAÐ eru einkennileg vinnubrögð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að rjúka til og taka afstöðu í deilumáli sem þessu í stað þess að vinna að samvinnu sveitarfélaganna, eins og henni ber skylda til," sagði Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, um ályktun stjórnar SSH um deiluna um Fossvogsdal. Í henni segir m.a. að ámælisvert sé að rifta einhliða samningum milli sveitarfélaga.

Heimir segir ályktunina með öllu órökstudda og að það geti ekki verið innan verksviðs stjórnar SSH að gerast dómari í deilu tveggja sveitarfélaga á svæði hennar. Stjórnin minnist ekki í ályktun sinni á einhliða uppsögn borgarinnar á samningum um sorphauga heldur sé beinlínis verið að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum í samstarfsnefnd sveitarfélagana og það þætti meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi mjög óviðeigandi. "Sam tökin eiga ekki að vera einhver dómstóll, sem hreykir sér í dómara sætinu, heldur eiga þau að vera vettvangur til að stuðla að samvinnu sveitarfélagana. Okkur finnst að verið sé að kasta stríðshanska í okkur," sagði Heimir.

Að sögn Heimis, mun mál þetta ekki hafa verið á auglýstri dagskrá stjórnar SSH, en tveir fulltrúar frá Kópavogsbæ sitja í stjórn SSH. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Richard Björgvinsson, hafi samþykkt ályktunina, en fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar, Valþór Hlöðversson, hafði boðað forföll skömmu áðuren stjórnarfundurinn hófst. Heimir sagðist búast við að bæjarráð Kópavogs fjallaði um ályktunina á fundi sínum í dag.