Tveir menn í gæzluvarðhaldi: Umfangsmesta fíkniefnamál hérlendis TVEIR ungir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmesta kókaínsmygli sem komist hefur upp hérlendis. Lögreglan hefur lagt hald á 430 grömm af kókaíni.

Tveir menn í gæzluvarðhaldi: Umfangsmesta fíkniefnamál hérlendis

TVEIR ungir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmesta kókaínsmygli sem komist hefur upp hérlendis. Lögreglan hefur lagt hald á 430 grömm af kókaíni. Alls hafa fjórirsetið í gæsluvarðhaldi vegna málsins sem kom upp í byrjun mánaðarins. Enginn hinna grunuðu hefur áður komið við sögu fíkniefnamála.

Tveir þeirra voru látnir lausir um helgina og hafði annar þá setið í varðhaldi í viku en hinn í 10 daga. Þá var framlengdur um 15 daga varðhaldstími manns sem hafði áður verið 10 daga í haldi og fjórði maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í 30 daga.

Efnunum var smyglað hingað til lands frá Bandaríkjunum. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar segja öruggt að hér sé á ferð umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hérlendis en verjast að öðru leyti frétta af gangi þess. Það sem af er árinu hefur verið lagt hald á 6­700 grömm af kókaíni, í þremur allumfangsmiklum málum. Lögregla hefur ekki fyrr náð í svo mikið magn kókaíns á einu ári.