Verkfalli bílstjóra frestað um sólarhring VERKFALLI langferðabílstjóra félagsins Sleipnis, sem boðað hafði verið á miðnætti í gærkvöldi, hefur verið frestað þartil á miðnætti í kvöld.

Verkfalli bílstjóra frestað um sólarhring

VERKFALLI langferðabílstjóra félagsins Sleipnis, sem boðað hafði verið á miðnætti í gærkvöldi, hefur verið frestað þartil á miðnætti í kvöld. Um tímaí gærkvöldi leit út fyrir að verkfall skylli á þar sem ekki gekk saman með atvinnurekendum og bílstjórum. Um miðnættið náðist hins vegar samkomulag um að fresta verkfallinu og semja bókun, sem lögð verður fyrir félagsfund Sleipnis kl. 20 í kvöld.

Flugmenn og bankamenn sátu einnig á fundum hjá ríkissáttasemjara ásamt viðsemjendum sínum í gærdag og fram á kvöld. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara þokaðist lítið eitt í samkomulagsátt í deilu flugmanna og Flugleiða í gær. Þar var þó engin lausn í sjónmáli í gærkvöldi, en Guðlaugur bjóst við að setið yrði áfram á fundi fram á nóttina.

Sáttaviðræður bankamanna og bankanna báru hins vegar engan árangur í gær, að sögn sáttasemjara.