Dýrasta borg Bandaríkjanna Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. New York er enn sem fyrr dýrasta borg Bandaríkjanna.

Dýrasta borg Bandaríkjanna Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. New York er enn sem fyrr dýrasta borg Bandaríkjanna. Þar kostar 303,36 dollara að meðaltali að leigja sér hótelherbergi, bílaleigubíl og kaupa þrjár máltíðir á sólarhring. Þetta er niðurstaða árlegrar könnunar sem tímaritið Corporate Travel´s stendur fyrir og birtir ávallt í maí. Áðurnefndur dvalarkostnaður í New York var í fyrra 270,24 dollarar og hækkaði því um 11,6% á árinu eða næstum fjórum sinnum meira en meðaltalshækkunin (3,3%) var í 100 helstu við skiptaborgum Bandaríkjanna.

Skýrsla SIPRI:

Útgjöld til

hermála lækka

Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.

Í fyrsta sinn í mörg ár lækkuðu samanlögð útgjöld þjóða heimsins til hermála í fyrra og vopnuðum átökum fækkaði úr 33 í 28. Þetta kemur framí skýrslu Friðarrannsóknar stofnunarinnar í Stokkhólmi, SIPRI, sem birt var í gær. Það veldur þó nokkrum ugg innan stofnunarinnar að 24 þróunarríki hafa komið sér upp eldflaugum sem borið geta kjarnaodda. Kjarnorkutilraunum er einnig haldið áfram hvarvetna í heiminum og eru Frakkar, Sovétmenn og Bandaríkjamenn þar í fylkingarbrjósti. 40 kjarnorkusprengjur voru sprengdar í tilraunaskyni í fyrra.

Kína:

Játa þátttöku

í Víetnams-

stríðinu

Hong Kong. Reuter.

KÍNVERSK stjórnvöld hafa viðurkennt að hafa sent 320.000 manna herlið til Víetnams á sjöunda áratugnum tilað berjast við bandarískt herlið og suður-víetnamska bandamenn þeirra. Skýrt var frá þessu í hinni hálfopinberu fréttastofu Kínversku fréttaþjónustunni á þriðjudag og þar var þess jafnframt getið að kínversk stjórnvöld hefðu stutt norður-víetnamska herinn og Víetkong-skæruliða með 20 milljarða dollara fjárframlagi, rúmlega 1.000 milljörðum ísl. króna. Fréttastofan greindi frá því að 4.000 kínverskir hermenn hefðu fallið í stríðinu.

Mandela lýkur

laganámi

NELSON Mandela, blökkumannaleiðtoginn sem afplánar lífstíðarfangelsi fyrir andóf gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku, hlaut á miðvikudag æðstu prófgráðu í lögum sem veitt er við háskólann í Suður-Afríku. Hann fékk prófskírteinið sent í pósti í fangelsið í Paarl skammt frá Höfðaborg og nafn hans verður ekki lesið upp við útskriftar hátíðina. Mandela, sem er sjötugur að aldri, las undir prófið í fangelsi og lokaritgerðina, sem meðal annars fjallar um suður-afrísk herlög, skrifaði hann á sjúkrahúsi í Höfðaborg þar sem hann var undir lækn ishöndum vegna lugnabólgu.

Reuter