Vaclav Havel látinn laus: Sannleiksástin getur gert mann að leiðtoga Andófsmaðurinn segist ætla að tjá skoðanir sínar þótt það kosti fangelsisvist Prag. Reuter.

Vaclav Havel látinn laus: Sannleiksástin getur gert mann að leiðtoga Andófsmaðurinn segist ætla að tjá skoðanir sínar þótt það kosti fangelsisvist Prag. Reuter.

TÉKKNESKI rithöfundurinn og andófsmaðurinn Vaclav Havel var látinn laus í gær eftir að hafa afplánað helming af 8 mánaðafangelsisvist sem hann var dæmdur í fyrir "undirróður gegn stjórnvöldum". Þegar fréttamenn spurðu Havel í gær hvernig honum litist áað vera orðinn nokkurs konar andlegur leiðtogi andófsmanna austantjalds svaraði rithöfundurinn: "Það breytir engu um það að ég mun alltaf segja mína skoðun hvort sem ég verð gerður að þjóðhetju eða stungið í dýflissu. Ég hef alltaf lagt metnað minn í að segjasannleikann. Við búum við þær óeðlilegu kringumstæður að sannleiksástin getur gert mann að leiðtoga stjórnarandspyrnu."

Havel, sem tilnefndur hefur verið til bókmenntaverð launa Nóbels á þessu ári, sagði að áskorun 3.000 tékkneskra listamanna og menntamanna hefði gert gæfumuninn og knúið stjórnvöld til að láta sig lausan. Vestrænir stjórnmálaskýrendur töldu að tékknesk stjórnvöld kynnu einnig að hafa viljað brynja sig fyrir gagnrýni á mannréttindaráðstefnu sem hefst í París síðar í mánuðinum.

Havel var handtekinn 16. janúar í Prag fyrir að taka þátt í miklum óeirðum í tilefni þess að 20 ár voru liðin síðan tékkneski námsmaðurinn Jan Palach lést. Palach bar eld að sjálfum sér til að mótmæla innrás sovéska hersins í Tékkóslóvakíu.

Mánuði eftir handtökuna var Havel dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir "undirróður og fyrir að hindra störf opinberra embættismanna". Meðferðin á Havel, sem er einn fremsti rithöfundur Tékka, vakti gífurlega reiði og andúð bæði í Tékkóslóvakíu og erlendis. Rithöfundurinn minnit í gær á að enn sæti fjöldi andófsmanna í fangelsi í Tékkóslóvakíu fyrir skoðanir sínar.

Havel var sleppt að þessu sinni skilorðsbundið í 18 mánuði. Áður hefur hann setið nærri fimm ár í fangelsi fyrir andóf gegn stjórnvöldum.