Páll Halldórsson formaður BHMR: Samninganefnd framselur ekki samningsrétt PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, segir að grundvallarmisskilningur komi fram í máli ÓlafsRagnars Grímssonar, fjármálaráðherra, í viðtali í...

Páll Halldórsson formaður BHMR: Samninganefnd framselur ekki samningsrétt

PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, segir að grundvallarmisskilningur komi fram í máli ÓlafsRagnars Grímssonar, fjármálaráðherra, í viðtali í sunnudagsblaðiMorgunblaðsins, þar sem lýst er gangi samningaviðræðna um helgina 6.-8. maí. Þar segir Ólafur meðal annars að hann og öll samninganefndríkisins hafi staðið í þeirri trú að verið væri sameiginlega að gangafrá lokasamningi.

"Í fyrsta lagi var þetta viðræðunefnd frá BHMR sem hafði ekki umboð til þess að gera samning. Það átti að vera viðsemjendum okkar fullkomlega ljóst. Það er hluti af okkar samningskerfi að samninganefndin framselur ekki samningsréttinn. Þetta er mjög mikilvægt atriði og flest mistök í samningaviðræðunum hafa verið gerð fyrir þá sök að ekki hefur verið horft til þessa," sagði Páll.

"Í annan stað hafa skapast þau vinnubrögð í samninganefnd ríkisins að hún kemur aftur og aftur með sömu hlutina með smávægilegum breytingum. Megin athugasemdir okkar fá aldrei að komast inn, þó einhverjar orðalagsbreytingar fái náð fyrir augum nefndarinnar. Síðan er staðið upp og sagt að um sameiginlegan texta sé að ræða. Þetta eru vinnubrögð sem nefndin hefur tamið sér og notað, stundum með nokkrum góðum árangri. Inn í þá texta sem um var fjallað um þessa helgi komust aldrei meginatriði kröfugerðar okkar," sagði Páll Halldórsson ennfremur.