Alþingi: Sjötíu frumvörp orðin að lögum Í gær voru samþykkt tvenn lög frá Alþingi; lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og lögum tekju- og eignarskatt. Alls hafa nú 70 frumvörp verið samþykkt sem lög frá Alþingi í vetur.

Alþingi: Sjötíu frumvörp orðin að lögum Í gær voru samþykkt tvenn lög frá Alþingi; lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og lögum tekju- og eignarskatt. Alls hafa nú 70 frumvörp verið samþykkt sem lög frá Alþingi í vetur. Tæplega þriðjungur þeirra, eða 23, hefur verið samþykktur í maí.

Af þeim 70 lagafrumvörpum, sem samþykkt hafa verið, eru 64 stjórnarfrumvörp en einungis 6 þingmannafrumvörp. Alls mun ríkisstjórnin hafa lagt fram yfir eitthundrað frumvörp.

Í þessari viku hafa fimm frumvörp orðið að lögum. Á þriðjudag voru samþykkt þjóðminjalög, lögum búfjárrækt og lög um umhverfismengun af völdum einnota umbúða. Í gær voru svo annars vegar samþykkt lög um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og hins vegar lög, sem fela í sér lítilsháttar breytingu á lögum um tekjuog eignarskatt.