Damörk Bjórdrykkja Dana er mikil Sú næstmesta í EB-löndunum ÞAÐ virðast ekki vera álögð gjöld, sem ákvarða hve mikið er drukkið. Það er ekki verðið sem hefur afgerandi áhrif á sölu á öli.

Damörk Bjórdrykkja Dana er mikil Sú næstmesta í EB-löndunum

ÞAÐ virðast ekki vera álögð gjöld, sem ákvarða hve mikið er drukkið. Það er ekki verðið sem hefur afgerandi áhrif á sölu á öli. Þessi niðurstaða kemur fram í athugun, sem samtök brugghúsa í Danmörku hafa gert. Fram kemur að meðalbjórdrykkja Dana á ári er hvorki meira né minna en 125,2 lítrar.

Í Evrópu eru það Austur- og Vestur-Þjóðverjar sem drekka mest, 145 og 144,2 lítra á mann áári. Í Belgíu er drukkinn 121,1 lítri, í Austurríki 118,3 l og í Lúxemborg 116,5 lítrar. Í Noregi og Svíþjóð er neyslan 51,4 og 51,5 lítrar áári. Ameríkanar drekka 90,1 lítra á mann á ári hverju. Athyglisvert er, að tæp 90% af bjórsölu Dana er venjulegur bjór eins og hann er kallaður þar, en hann er að styrkleika rétt rúmlega 4%. Útflutningur á dönskum bjór hefur aukist á síðustu 5 árum um 500 hektólítra og fyrir utan útflutninginn á dansk brugguðum Carlsberg- og Tuborgbjór til 120 landa, er bruggaður danskur bjór erlendis í 46 brugg húsum í 27 löndum.

Áhugi danskra neytenda á erlendum bjórtegundum er afar takmarkaður. Árið 1988 var neysla Dana á erlendum bjór undir % af heildarneyslunni. Mestur hluti áfengisneyslu Dana er bjór, nær 60%.

SKÁLAÐ - Danir eru miklir bjórdrykkjumenn og oft gefst tilefni til að fá sér einn. "Þó að við getum ekki verið sammála, getum við a.m.k. alltaf drukkið einn bjór saman", sögðu Anker Jörgensen og Paul Schl¨uter árið 1983 eftir að hafa átt í deilum.