Danmerkurpunktar frá fréttaritara Morgunblaðsins Tollfrjálsar vörur í Danmörku Kaupmannahöfn, frá Grími Friðgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

Danmerkurpunktar frá fréttaritara Morgunblaðsins Tollfrjálsar vörur í Danmörku Kaupmannahöfn, frá Grími Friðgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

OF FÁAR verslanir nýta sér möguleikana til að selja án söluskatts, segir forstjóri dönsku tollfrjálsu verslunarinnar (Danish Tax-Free Shopping, DTS).

Hinn svokallaði kartöflukúr hefur lagt höft á neyslu Dana, en hann hefur greinilega lítil eða engin áhrif á erlenda ferðamenn hér í landi. Ferðamenn í Danmörku kaupa í æ ríkari mæli vörur þar sem möguleiki er á að fá söluskattinn endurgreiddan. Fyrirtækið DTS, sem sér um endurgreiðslu á u.þ.b. 80% af þeim söluskatti sem endurgreiddur er útlendingum sem versla í Danmörku, telur að velta fyrirtækisins muni aukast um 32 milljónir danskra króna á árinu 1989. DTS reiknar með að veltan fari upp í 122 milljónir danskra króna, sem er aukning um 35% frá síðasta ári, en þá var veltan um 90 milljónir danskra króna. DTS rekur skattfrjálsa verslunarþjónustu fyrir útlendinga í 1.500 verslunum í Kaupmannahöfn, Árósum og Álaborg. Forstjóri DTS segir að þessi mikla söluaukning komi til vegna þess að ferðamönnum er nú kunnugt umað hægt sé að komast hjá því að greiða þann háa söluskatt sem Danir þurfa að borga. Ferðamenn þekkja reglurnar og sækjast eftir að versla þar sem boðið er upp á "tax free shopping" eða vörur án söluskatts. Það eru sérstaklega ferðamenn frá löndum sem standa utan Evrópubandalagsins og hinna svokölluðu skandinavísku landa sem hagnast á að versla á þennan hátt. Íbúar EB-ríkja og Skandinavar spara aðeins mismuninn á danska söluskattinum og sama skatti í þeirra heimalöndum.

Veltuaukning á söluskattslaus um innkaupum í Danmörku hefur verið 55% að meðaltali síðastliðin 3 ár. Óskiljanlegt er að verslanir í Danmörku skuli ekki í ríkari mæli hafa komið auga á þessa leið tilað auka viðskipti sín. Nú má segja að ferðamenn þurfi að fletta því upp og leita að verslunum sem veita þessa þjónustu, en það ættu þeir ekki að þurfa að gera, heldur ættu þeir að geta gengið að því sem vísu að flestar stærri verslanir á ferðamannaslóðum byðu þessa þjónustu. Þessu ástandi ætlar DTS að breyta í nánustu framtíð.