Danskar skeifur slá í gegn Skeifur hannaðar af Dönum hafa gert halta hesta að meisturum SEM dæmi um ágæti skeifanna segir eigandi veðhlaupahestsins Irish Mix.

Danskar skeifur slá í gegn Skeifur hannaðar af Dönum hafa gert halta hesta að meisturum

SEM dæmi um ágæti skeifanna segir eigandi veðhlaupahestsins Irish Mix. Ég hafði eytt tugum þúsunda króna hjá dýralæknum án árangurs, hesturinn var kominn með slitgigt og brjóskmyndun í framlappirnar og var á endanum úrskurðaður bæklaður. Eftir að nýju Sleipnis skeifurnar eins og þær nefnast, voru settar undir hestinn hefur hann jafnað sig smám saman, unnið sig upp í A-flokk keppnishesta og hefur þegar sigrað í keppnishlaupum. Skeifurnar voru kynntar við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn nýlega og eru taldar mesta nýjung sem fram hefur komið í fótabúnaði hesta í 1200 ár.

Sérfræðingar telja skeifuna nýju geta lengt meðalaldur keppnishesta úr átta árum, upp í fimmtán ár. Þetta er að sjálfsögðu mikils virði, góðir keppnishestar eru fátíðir. Hefðbundnar skeifur valda titringi upp eftir leggjum hestanna, en nýju skeifurnar eru með skiptanlegum slitdempurum sem minnka slag kraftinn sem leggur upp eftir fótum hestanna um heil 80%. Verð skeif unnar nýju er u.þ.b. sex sinnum hærra en hinnar hefðbundnu, og reikna framleiðendur með því að nota þurfi 24 umganga af slitsólum á ári fyrir hvern hest og átta um ganga af grunnskeifunni. Kostnaðarauki við hvern hest á ári sem fær skeifuna nýju, er talinn vera um 2000 danskar krónur, en að halda úti keppnishesti kostar 25 til 50000 danskar krónur á ári.

Ný verksmiðja

Sleipnis skeifurnar eru framleiddar í nýrri verksmiðju í bænum Horsens, og útflutningur sem samkvæmt áætlun verður u.þ.b. 95% af framleiðslunni, er þegar hafinn og er það dótturfyrirtækið Sleipnir Sport Europa A/S sem sér um þá hlið málsins. Áhugi útflutnings markaðanna hefur ekki verið minni en heimamarkaðar en helmingur allra skeifusmiða í Danmörku hafa nú þegar sótt námskeið í smíði Sleipnis skeifunnar. Skeifurnar eru aðeins seldar af viðurkenndum skeifusmiðum, en hægt er að fella skeifuna nákvæmlega að hófi hestsins. Nú eru framleiddar tvær stærðir 12 og 13, en í vor verður hafin framleiðsla í stærðunum 10 til 15.

Upplýsingar þessar komu fram í ræðu Sören Vindriis framkvæmdastjóra skeifugerðarfyrirtækisins Sleipnir Sport. Þegar hefur verið varið yfir 60 milljónum danskra króna til verkefnisins, sem hefur verið í þróun í 10 ár. Fjármögnunin hefur verið erfið, en sérfræðingar sem að verkinu hafa unnið lögðu margir vinnu sína upp í væntanleg hlutabréf þegar fyrirtækið færi að skila ágóða. Allmargir einstaklingar í Danmörku sem eru viðriðnir hestamennsku hafa lagt fram fé til verksins og bíða nú spenntir eftir árangrinum.

Einkaleyfi hefur fengist fyrir Sleipnis skeifuna um allan heim og reikna stjórnendur fyrirtækisins með að innan skamms verði þeir í eigin húsnæði með þróaðan tækjabúnað til framleiðslunnar, ný atvinnutækifæri skapist og umtalsverðar gjaldeyristekjur fáist. Sleipnismenn reikna með 30 milljóna danskra króna veltu fyrsta árið, sem er um 200 milljónir íslenskra króna, síðan er reiknað með því að veltan tvöfaldist milli ára næstu árin. Í Evrópu eru um 17 milljónir hesta, en aðeins er reiknað með útflutningi á 35000 settum til að byrja með. Framleiðslugeta fyrirtækisins er nú um 400 grunnskeifur og 500 slitsólar á klukkustund.

Áhugi í Seoul

Alls staðar hafa hestamenn, atvinnumenn sem leikmenn sýnt geysilegan áhuga á skeifunni nýju, fyrst með nokkurri varfærni og efa sem hefur þó fljótlega breyst í hrifningu. Asger Schou skeifusmiður danska landsliðsins í hestaíþróttum, tók með sér allnokkrar skeifur til Seuol og undantekningalaust sýndu hinir erlendu starfsfélagar hans geysilegan áhuga, voru forvitnir en þó efins. Allir vildu þeir taka með sér Sleipnis skeifu heim. Viðbrögðin eru ef til vill eðlileg, það jaðrar við byltingu þegar breyta á skeifu sem hefur verið svo til eins í 1200 ár sagði Asger Schou.

Það er fyrst og fremst hestsins vegna sem við höfum þróað þessa nýju skeifu. Við höfum fengið til liðs við okkur sérfræðinga frá Landbúnaðarháskólanum, Tækniháskólanum, Tannlæknaháskólanum, starfandi dýralækna, skeifusmiði, tamningarmenn og knapa. Við ætlum fljótlega að hefja smíði á sérhönnuðum skeifum fyrir hinar ýmsu greinar hestaíþrótta, voru lokaorð Sören Vindriis framkvæmdastjóra á kynningu Sleipnisskeifunnar í Landbúnaðarháskólanum á dögunum.