Fjármagnsmarkaður Hagnaður Fjárfestingarfélagsins 20,8 m.kr. Á AÐALFUNDI Fjárfestingarfélags Íslands hf. sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að hagnaður af rekstri félagsins varð 20,8 milljónir króna á síðastliðnu ári samanborið við 4,1 milljón árið...

Fjármagnsmarkaður Hagnaður Fjárfestingarfélagsins 20,8 m.kr.

Á AÐALFUNDI Fjárfestingarfélags Íslands hf. sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að hagnaður af rekstri félagsins varð 20,8 milljónir króna á síðastliðnu ári samanborið við 4,1 milljón árið áður. Á árinu 1988 var lokið við að selja nýtt hlutafé í félaginu samtals 50 milljónir króna og var eigið fé í árslok 187,5 milljón króna. Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða 5% arð til hluthafa og gefa út jöfnunarhlutabréf fyrir 24,8 milljónir króna.

Heildarrekstrartekjur Fjárfestingarfélagsins voru á árinu 177,5 milljónir króna sem er 92,8% aukning frá fyrra ári. Heildareignir eru 318,5 milljónir og skuldir 131 milljón. Alls jukust eignir um 103% áárinu. Eignir dótturfélaga og sjóða vörsluþega, sem félagið hefur umsjón með, námu samtals 5.889 milljónum í árslok og höfðu vaxið um 68,8% frá árinu áður. Verðbréfamiðlun félagsins losaði 5,5 milljarða króna á árinu 1988 og nam aukningin 64% á milli áranna 1987 og 1988.

Fjárfestingarfélagið á 40% hlutafjár í Vogalaxi hf. sem er fiskeldisog hafbeitarstöð í Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi. Í ársskýrslu félagsins kemur fram að rekstur Vogalax hefst ekki að fullu fyrr en á árinu 1990 þegar stöðin á von á endurheimtum úr sleppingu ársins 1989. Á árinu 1989 verður í fyrsta sinn sleppt 2,5 milljónum seiða en sá fjöldi er nálægt hámarksfram leiðslugetu stöðvarinnar. Í skýrslunni segir að af reynslu fyrri ára megi ætla að endurheimtur verði góðar og að stöðin verði komin í hagnað eigi síðar en á árinu 1990. Heildareignir Vogalax voru í árslok 1988 315,1 milljón króna og eigiðfé 41,8 milljón.

Stærstu hluthafar Fjárfestingarfélagsins í árslok voru eftirtaldir: Verslunarbanki Íslands hf. 30,5%, Eimskipafélag Íslands hf. 25,1%, Lífeyrissjóður verslunarmanna 9,7%, Hörður Jónsson og Garðaverk hf. 6,4%, Tryggingamiðstöðin hf. 4%, Lífeyrissjóður verksmiðjufólks 2,9%, Iðnaðarbanki Íslands hf. 1,8%, Iðnlánasjóður 1,8% og Sindra-Stál hf. 1%.

STAÐA SJÓÐA Á VEGUM FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS Í

ÁRSLOK 1988, 1987 OG 1986 Í MILLJ. KRÓNA