HEILDARÚTLÁN lánakerfisins voru tæpir 360 milljarðar í árslok 1988. Þar af námu erlend lán 125 milljörðum króna eða um 35% og peningalegur sparnaður þjóðarinnar 235,5 milljörðum.

HEILDARÚTLÁN lánakerfisins voru tæpir 360 milljarðar í árslok

1988. Þar af námu erlend lán 125 milljörðum króna eða um 35% og peningalegur sparnaður þjóðarinnar 235,5 milljörðum. Meirihluti sparnaðarins er kerfisbundinn sparnaður sem var talinn vera um 123 milljarðar króna í lok ársins, en uppistaða hans eru eignir lífeyrissjóðanna og eigið fé opinberra lánasjóða. Frjálsi sparnaðurinn sem er einkum bankainnlán og spariskírteini ríkissjóðs, nam um 111 milljörðum króna í lok ársins. Mikill vöxtur hefur hins vegar verið í öðrum frjálsum sparnaði, fyrst og fremst markaðsverðbréfum, og er talið að útistandandi markaðsverðbréf önnur en spariskírteini hafi numið 18,6 milljörðum króna í árslok 1988 samanborið við 10,5 milljarða í lok ársins 1987. Hlutfallsleg aukning peningalegs sparnaðar varð 13% umfram verðlagsbreytingar miðað við lánskjaravísitölu. Árin 1982-1985 var hlutfall erlendra lána um 45% og má því sjá að lánsfjármiðlun hér á landi byggir nú í vaxandi mæli á peningalegum sparnaði innanlands. Áætlað er að helmningur lána á lánamarkaðnum sé verðtryggður, rúmur þriðjungur gengisbundinn en aðeins 15% lána óverðtryggður.

Heimild:Ársskýrsla Seðlabanka Íslands.