Hugbúnaður Forrit fyrir útflutningsskjöl komið á markað TÖLVUFORRITIÐ Halldór, sem heldur utan um öll skjöl tengd útflutningi hefur verið sett ámarkað. Kerfið er hannað af hugbúnaðarfyriækinu FOB sf., í samvinnu við tvo útflytjendur.

Hugbúnaður Forrit fyrir útflutningsskjöl komið á markað

TÖLVUFORRITIÐ Halldór, sem heldur utan um öll skjöl tengd útflutningi hefur verið sett ámarkað. Kerfið er hannað af hugbúnaðarfyriækinu FOB sf., í samvinnu við tvo útflytjendur.

Í frétt frá Sigurði Ág. Jenssyni, Markaðsráðgjöf, sem sér um dreifingu á Halldóri og öðrum forritum frá FOB sf., segir að forritið sé einfalt í meðförum. Allir skjáir sem unnnið sé með líti út eins og viðkomandi eyðublað, sem tryggi að aðili sem þegar kann að fylla út þessa pappíri eigi auðvelt með að tileinka sér Halldór.

Halldór prenti út flesta pappíra sem við koma útflutningi. Einnig séu í kerfinu þrjár töflur yfir flytjendur, viðtakendur og vöruskrá, þannig að handhægt sé að sækja upplýsingar, sem eigi að fara t.d. á útflutningsskýrslu, beint í töflurnar. Þannig þurfi ekki að slá inn nafn viðtaka i hvert skipti eða vera með tollnúmer afurða í kollinum. Þá segir einnig að Halldór sé byggður upp í valmyndakerfi, þannig að öllum innslætti sé haldið í lágmarki.