Iðnaður Samdráttur í sölu plastpoka Landvernd að hefja innheimtu HELDUR hefur dregið út pöntunum á plastpokum eftir að kaupmenn hófu að selja burðarpoka og greiða skilagjald til Landverndar.

Iðnaður Samdráttur í sölu plastpoka Landvernd að hefja innheimtu

HELDUR hefur dregið út pöntunum á plastpokum eftir að kaupmenn hófu að selja burðarpoka og greiða skilagjald til Landverndar. Páll Pálsson sölustjóri hjá Plastprenti sagði að pantanir hefðu dregist saman í kringum 15-20% og Kjartan Jónsson sölustjóri hjá Plastosi sagði verslanir panta minna inn núna en áður. Hjá sumum hefði dregið verulega úr pöntunum, en minna hjá öðrum. Sala burðarpoka með merki Landverndar væru um 75-80%, en pokar án merkis væru um 20-25%. Ekki selja allar verslanir burðarpoka sína.

Páll Pálsson sagði að ef heildarsala ársins drægist saman um 10-20% mundi það leiða af sér fækkun starfsfólks. Hins vegar væri ljóst að burðarpokar úr verslunum hefðu verið notaðir mikið undir heim ilisrusl og því mætti búast við aukinni sölu í minni plastpokum.

Svanhildur Skaftadóttir framkvæmdastjóri Landverndar sagði að samkvæmt lögum mættu samtökin hefja innheimtu eftir 10. maí og skrifstofan væri nýbúin að senda út gíróseðla til verslana. Hún biði mjög spennt eftir viðbrögðum kaupmanna, því nú þegar væri búið að sækja um styrki víðs vegar af landinu til ýmissa umhverfismála.