Smásala Bónus ætlar að fjölga verslunum Þrisvar sinnum meiri sala en áætlanir gerðu ráð fyrir HORFUR eru á því að kjarakaupa verslunin Bónus færi út kvíarnar á næstunni og setji upp fleiri verslanir í borginni eftir þá reynslu sem þegar er komin á rekstur...

Smásala Bónus ætlar að fjölga verslunum Þrisvar sinnum meiri sala en áætlanir gerðu ráð fyrir

HORFUR eru á því að kjarakaupa verslunin Bónus færi út kvíarnar á næstunni og setji upp fleiri verslanir í borginni eftir þá reynslu sem þegar er komin á rekstur fyrstu verslunarinnar í Skútuvogi. Eru nú þrír til fjórir staðir til athugunar undir næstu verslun fyrirtækisins, að sögn Jóhannesar Jónssonar, aðaleiganda Bónus-verslunar innar.

Jóhannes segir viðtökur við kjara kaupaverslun hans hafa verið afar jákvæðar og söluna hafa farið langtfram úr björtustu áætlununum, þvíað hún hafi verið þrisvar sinnum meiri heldur en gert var ráð fyrir í upphafi. Fólk setur það greinilega ekki fyrir sig að við skulum ekki bjóða upp á greiðslukortaviðskipti og reyndar bersýnilegt að miklu stærri hópur en maður átti von á hefur mislíkað að þurfa að greiða hærra vöruverð í öðrum verslunum vegna víðtækrar notkunar greiðslukorta", segir Jóhannes.

Jóhannes vildi hins vegar ekki staðfesta að Bónus hyggðist setja upp næstu verslun sína í næsta nágrenni við Hagkaupsverslunina í Skeifunni, heldur kvað 3-4 staði koma til álita undir verslunina og endanleg ákvörðun þar um yrði tekin nú fljótlega. Það liggur í loftinu að við munum opna fleiri verslanir," sagði Jóhannes. Við höfum komist að raun um það þann skamma tíma sem við höfum starfað að þessi stærð af verslun sem við erum með hér í Skútuvoginum er mjög heppileg, svoað það er greinilega nærtækara að fjölga verslununum heldur en að stækka við okkur og vera með eina stóra verslun."

Jóhannes segir raunar að eina mótlætið sem Bónus hafi orðið fyrir þann röska mánuð sem fyrirtækið hefur starfað sé í því fólgið að innlendir framleiðendur séu komnir afar skammt á veg með strikamerking ars, sem geri það að verkum að miklu meiri vinna sé samfara vörum þeirra heldur en erlendum varningi sem setja megi beint í hillurnar án nokkurrar fyrirhafnar.