Stykkishólmur Hlutafé hótelsins aukið um 10 m.kr. Stykkishólmi. ÞÓR HF., Stykkishólmi, sem er eigandi og rekstraraðili Hótel Stykkishólms, boðaði til hluthafafundar seinast í apríl til að ræða ástand og horfur rekstursins, en á sl. ári varð tap á rekstri.

Stykkishólmur Hlutafé hótelsins aukið um 10 m.kr. Stykkishólmi.

ÞÓR HF., Stykkishólmi, sem er eigandi og rekstraraðili Hótel Stykkishólms, boðaði til hluthafafundar seinast í apríl til að ræða ástand og horfur rekstursins, en á sl. ári varð tap á rekstri. Ekki er fullljóst hversu tapið er mikið, en líklega um 4 millj.

Voru á þessum fundi ræddar ýmsar leiðir til að bregðast við vandanum og meðal annars ákveðið að hækka hlutafé um 5 millj. í ár og 5 millj. næsta ár. Ferðamannastraumur mun verða góður í sumar, og er þegar vel bókað. Svo má búast við aukningu þegar nýja Breiðafjarðarferjan kemur.

Hótelstjóri er Sigurður Skúli Bárðarson.

­ Árni