Guðmundur Jóhannsson Hann hafði verið kallaður á vettvang til þess að bjarga, koma vitinu fyrir tvo lagsbræður - sem voru komnir í vítahring og lentir inni í myrkrinu. Svo virtist sem þeim fé lögum væri orðið um megn að stjórna eigin lífi.

Þetta gerðist í húsi í Reykjavík fyrir langa löngu.

Hann birtist þarna á köldu vetrarkvöldi, og um leið og hann kominn úr dyrunum, fylltist stofan af góðleik, sem lýsti upp umhverfið. Þessi mynd af Guðmundi Jóhannssyni hefur aldrei horfið úr huganum. Hann gaf sér tíma. Hann virtist gjörsamlega æðrulaus - smbr. bænina um rósemi hugans, sem enginn getur náð nema með þrotlausri andlegri þjálfun og egghvöss um vilja. Ef til vill var þetta í fyrstaskipti, sem náðist örlítil snerting við töfrasprota og líflínu AA-hug sjónarinnar - og það orkaði einsog ekkert væri eðlilegra. En síðanhafa mörg vötn fallið til sjávar og sum gruggug.

Á þessari stundu með Guðmundi varð til neisti, sem alltaf leyndist og var fyrir hendi, þegar gangan um "betri leið" hófst og fyrstu "sporin" stigin inn í birtuna örfáum árum seinna og svo aftur löngu löngu seinna. Hjálparleiðir Guðmundar fólust alltaf í einhvers konar fjarstýringu og óbeinni andlegri leiðsögn. Hann hvorki setti sig í stellingar né prédikaði. Hann gaf hins vegar mikið og það, sem hann gaf, var trú og kærleikur. Hann beitti engum þrýstingi. Þó hefurhann örugglega verið skapmaður ella hefði jákvæðra áhrifa hans ekki gætt í hjálparstörfum hans öll þessi ár eða frá því að AA var stofnað á Íslandi 1954. Störfum hans hefði mátt líkja við óð til lífsins.

Það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um hann frá fyrstu tíð, og þeirri væntumþykju fylgdi virðing. Það hefði verið erfitt upp frá því að láta hann sjá sig í annarlegu ástandi af völdum Dion ysosar.

Árin liðu. Og alltaf var Guðmundur hittur á lífsleiðinni annað veifið - svo er guði fyrir að þakka. Hann var á vissan hátt einhver óvenjulegasti, en jafnframt yfirlæt islausasti brautryðjandi - sporgöngumaður AA-lífsstefnunnar hérá Íslandi. Um hann mætti segja það, sem stendur í ljóði Davíðs: "Leggur loga bjarta - frá hjarta til hjarta / um himinhvelin víð".

Að Hæðardragi,

Steingrímur St. Th. Sigurðsson