Indíana Katrín Bjarnadóttir Fædd 15. ágúst 1904 Dáin 10. maí 1989 Tíminn er afstætt hugtak. Það er ekki svo langt síðan amma kenndi mér að biðja bænirnar mínar. Margar minningar leita á hugann. Við amma vorum miklar vinkonur og sem barn var ég mikið með ömmu og afa í Ljósheimum. Þar ríkti svo mikill friður.

Miklar breytingar urðu á lífi ömmu við fráfall afa árið 1977, þau voru svo miklir félagar. Ég kom oft til ömmu og afa, þau léku sér mikið við mig og man ég svo vel eftir því að við fórum mikið í bíltúra um helgar og opnuðu þau augu mín fyrir náttúrunni.

Eftir að heilsu ömmu fór að hraka var hún mikið á heimili okkar, þar sem amma og mamma voru svo miklar vinkonur, undi ég hag mínum vel í félagsskap þeirra, og gerðum við margt saman. Við ferðuðumst um landið þrjár og er ég var í sveit keyrðu þær mig og sóttu. Amma var mjög svo söngelsk kona, svo að okkur leiddist aldrei á þessum ferðalögum.

Já, margs er að minnast, ekkisíst er ég dvaldi í Bandaríkjunum síðastliðið ár, leitaði hugur minn oft til ömmu, þar sem hún var orðin svo mikið veik, en samt er ég heimsótti hana fannst mér hún reyna að segja að nú væri hennar tími komin, og nú þegar hún gengur á vit nýrra drauma og hittir afa á ný, kveð ég elsku ömmu með þakklæti í hjarta fyrir allt sem húnhefur kennt mér og allar góðu samverustundirnar.

Guð geymi ömmu mína.

Nú legg ég augun aftur,

ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín verri vörn í nótt.

Æ, virzt mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil, svo ég sofi rótt.

(Foersom. Sb. 1871. S. Egilsson.)

Fanney Karlsdóttir