Sverrir Samúelsson ­ Kveðjuorð Sverrir Samúelsson hefur kvatt okkar heim. Margar bestu bernskuminningar okkar eru tengdar Sverri. Hann var vinur foreldra okkar alla tíð og hélt tryggð viðokkur þótt þau hyrfu á brott. Efst í hugum okkar eru allar stóru stundirnar svo sem afmæli, fermingar og aðrar fjölskyldusamkomur sem Sverrir festi á filmu.

Margur er kunningsskapurinn á lífsleiðinni en færri sem teljast til raunverulegra vina. Slík voru hjónin Ellen og Sverrir. Stakur prýðismaður var Sverrir og einkenndist hans fas allt af hæversku, en í augum hans var alltaf glettni og skop skyggni. Það voru ófá skipti sem Sverrir fékk okkur systkinin til að hlæja. Þá sérstaklega er pabbi okkar og hann sáu skoplegu hliðarnar á öllum sköpuðum hlutum og varþá fátt heilagt.

Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka samfylgdina og vottum aðstandendum fyllstu samúð okkar.

Elín, Lára og

Hrafnhildur Hansdætur