Guðmundur Jóhannsson Guðmundur Jóhannsson, mágur minn lézt í Landspítalanum að kvöldi hins 7. maí s.l. Hann hafði verið kallaður inn á spítalann á miðvikudegi, gekkst undir skurðaðgerð á föstudegi og allt virtist í fyrstu ætla að ganga vel. En skyndilega versnaði líðan hans síðari hluta sunnudags og varð engum vörnum við komið. Sjúkrahús dvölin varð því ekki löng. Ég heldað Mummi, eins og hann var alltaf kallaður innan fjölskyldunnar, hafi gert sér fulla grein fyrir því að aðgerðin gæti reynst honum um megn, en slíkt var ekki á honumað sjá eða heyra, þegar við hjónin heimsóttum hann daginn fyrir að gerðina. Hann var léttur í skapi, eins og honum var eiginlegt og gerði að gamni sínu, enda var víl ekki að hans skapi. Honum féll áreiðanlega betur hið fornkveðna: "Glaðr og reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana", og hann fékk að falla með fullri reisn.

Mummi fæddist í Reykjavík og ólst upp á Skólavörðustíg 20, þarsem foreldrar hans, hjónin Jóhann Þórðarson og Sigríður Guðmundsdóttir, reistu sér íbúðarhús. Þau eignuðust tvær dætur, auk Mumma, þær Guðfinnu, sem giftist Einari Pálssyni, sem kenndur varvið fyrirtæki sitt, Nýju blikksmiðjuna, og Rósu, sem giftist Hafsteini Linnet í Hafnarfirði. Þær eru báðar látnar. Sigríður, kona Jóhanns, lézt í spænsku veikinni 1918.

Þá eignaðist hann hálfsystur, Sigríði Guðnýju, eiginkonu undirritaðs, eftir að faðir hans kvæntist þriðju eiginkonu sinni, Margréti Jónsdóttur árið 1927.

Guðmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Gíslínu Þórðardóttur eða Lóu, eins hún er jafnan kölluð, árið 1931, og eignuðust þau fjögur börn, Sigríði Borgþór, Jó hann og Svövu. Borgþór er látinn fyrir nokkrum árum, en hin lifa föður sinn.

Nú þegar leiðir okkar skilja, langar mig að minnast mágs míns ör fáum orðum, eins og hann kom mér fyrir sjónir.

Mummi lærði blikksmíði hjá Einari í Nýju blikksmiðjunni og gat sér gott orð við þá iðn, enda verkséður og laginn smiður. Síðar varð hann verkstjóri í Vélsmiðjunni Héðni og vann þar, þegar ég kynntist honum fyrst. Á þessum árum tók hann mikinn þátt í félagsstarfsemi iðnaðarmanna og hagsmunabaráttu þeirra.

Kynni okkar hófust þó fyrst að marki fyrir tæpum 40 árum og þróuðust brátt í vináttu, sem engan skugga bar á. Mummi hafði átt við áfengisvandamál að stríða, en um þetta leyti var hann að sigrast á þeim af eigin rammleik. Um svipað leyti kynntist hann AA-hreyfing unni og gerðist einn af stofnendum samtakanna hér á landi, eins og mörgum er kunnugt. Segja má að hann hafi helgað AA-samtökunum starfskrafta sína frá upphafi þeirra, allt til síðustu stundar. Hann gekk þar heilshugar til starfa, enda hefði annað verið mjög ólíkt honum. Hann vann mér vitanlega aldrei verk sín með hangandi hendi eða tók þau vettlingatökum.

Framhald þessarar sögu þekkja margir betur en ég, þótt auðvitað fengjum við að fylgjast með. AAfélögunum fjölgaði ört og margir gerðust virkir í baráttunni.

En álagið á Mumma var mikið, einkum á þeim árum, sem Bláa bandið var rekið og hann veitti því forstöðu. Vinna hans fólst m.a. í aðstoð við fársjúka áfengissjúklinga á öllum tímum sólarhringsins, jafnvel vökum yfir þeim, aðstoð við aðstandendur, sem margir hverjir höfðu gefið upp alla von, og svo mætti lengi telja. Skilningur og eigin reynsla Mumma af baráttunnivið áfengið kom þarna að ómetanlegu gagni sem og meðfæddir eiginleikar hans, fádæma starfsorka, hlýja, umburðarlyndi og græskulaus gamansemi, sem oft hjálpaði mikið.

Það leiðir af sjálfu sér, að heimili Mumma og Lóu hlaut oft að sitja á hakanum vegna starfa hans. Við, sem stóðum þeim nærri, urðum þess líka vör að mikið álag var á Lóu. Hún svaraði í símann á ýmsum tímum sólarhringsins og tók skilaboð, þegar þess var þörf. Grun hefég um að margar eiginkonur og mæður áfengissjúklinga hafi átt hauk í horni, þar sem hún var, enda gat hún farið nærri um líðan þeirra.

En Mummi átti sér mörg fleiri áhugamál, enda vel gefinn og fjölhæfur. Hann las alla tíð mikið, naut þess að ferðast og hafði mikla unun af tónlist, annaðist söngstjórn, bæði hér í borginni og utan hennar, auk þess sem hann fékkst við tónsmíðar. Mummi var ágætur bridsspilari og stundaði sund af mikilli reglusemi um fjölda ára, svoeitthvað sé nefnt. Hann gekk í Frímúrararegluna fyrir um 25 árumog starfaði þar, unz yfir lauk.

Þótt ættingjar vissu gjörla um annir Mumma, þótti næstum ófært að halda veizlu eða efna til annarrar gleði, hvort sem tilefnið var nú ferming, gifting, afmæli eða annað, án þess að fá þau hjónin þangað. Mummi hélt þá gjarnan tækifærisræður, sem blandaðar voru gamni og alvöru. Hann kunni líka flestum betur að segja skemmtilega frá, og þannig sé ég hann einmitt fyrir mér, þegar ég sit við að rita þessar miningar, kátan og hressan, þvíhann var hrókur alls fagnaðar og mikið líf í kringum hann, þegar svo stóð á.

Ég er forsjóninni þakklátur fyrirað hafa fengið að kynnast Mumma og við hjónin, börn okkar og fjölskyldur þeirra, fyrir að njóta vináttu hans.

Við sendum Lóu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Guð blessi minninguna um góðandreng.

Einar M. Jóhannsson