HELGA Kress prófessor var kjörin forseti heimspekideildar Háskóla Íslands á fundi deildarinnar föstudaginn 18. apríl sl. Fékk Helga 33 atkvæði en mótframbjóðandi hennar, Njörður P. Njarðvík prófessor, hlaut 16 atkvæði. Þetta er í fyrsta sinn í 86 ára sögu Háskólans sem kona er kjörin deildarforseti.
Kona kjörin forseti heimspekideildar Háskóla Íslands Í fyrsta sinn í sögu HÍ

HELGA Kress prófessor var kjörin forseti heimspekideildar Háskóla Íslands á fundi deildarinnar föstudaginn 18. apríl sl.

Fékk Helga 33 atkvæði en mótframbjóðandi hennar, Njörður P. Njarðvík prófessor, hlaut 16 atkvæði. Þetta er í fyrsta sinn í 86 ára sögu Háskólans sem kona er kjörin deildarforseti.

Deildarforseti er kjörinn til tveggja ára í senn og tekur Helga við embættinu af Páli Skúlasyni í september nk.

Helga var fyrsta konan sem fékk lektorsstöðu í heimspekideild en það var árið 1970 í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hún varð lektor í almennri bókmenntafræði við HÍ 1981, dósent 1982 og prófessor frá 1991.

Helga Kress