Amtsbókasafnið á Akureyri: Rúmlega 92 þúsund bindi lánuð út á síðasta ári HEILDARÚTLÁN Amtsbókasafnsins á Akureyri á síðasta ári voru rétt rúmlega 92 þúsund bindi, sem er lítið eitt minna en árið áður, eða 3.247 bindum minna.

Amtsbókasafnið á Akureyri: Rúmlega 92 þúsund bindi lánuð út á síðasta ári

HEILDARÚTLÁN Amtsbókasafnsins á Akureyri á síðasta ári voru rétt rúmlega 92 þúsund bindi, sem er lítið eitt minna en árið áður, eða 3.247 bindum minna. Lán til skipa og stofnana voru einnig ögn færri en árinu á undan, en tæplega 3.000 bindi voru lánuð út á þann hátt, sem er um 600 bindum færra. Bókakostur útl ánsdeildar var í árslok 1988 37.787 bindi og jókst á árinu um 425 bindi.

Togarar Útgerðarfélags Akureyringa fengu 790 bindi að láni síðasta ár og skipshafnir Samherjatogaranna fengu að láni 490 bindi. Í önnur skip voru lánuð 496 bindi. Þá fengu dval arheimilin lánaðar bækur og sjúkrahúsið sem og ýmsar stofnanir og fyrirtæki og 273 bindi voru lánuð á lögreglustöð vegna fangelsis.

Mest lásu gestir bókasafnsins í mars, en þá voru lánuð út 8.953 bindi, en í desember voru fæst bindi lánuðu út, eða 6.357. Heimlán af lestrarsal voru 600 á síðasta ári og um 3.700 hljóðbækur voru lánaðar út til 66 einstaklinga. Tæplega 2.000 bækur voru sendar heim til 52 lánþega, en á undanförnum árum hefur mikil aukning orðið á þjónustu safnsins við aldraða og öryrkja. Soroptimistaklúbbur Akureyrar annast útkeyrslu á bókunum, en að jafnaði njóta rúmlega 50 manns heimsendingarþjón ustunnar reglulega og eru um 20 slíkar sendingar í hverri viku.

Á lestrarsal safnsins skráðu sig 5.140 manns á síðasta ári og var aðsóknin langmest í mars þegar 750 skráðu sig í gestabókina og þá voru lánuð út rúmlega 4.000 bindi til nota í salnum. Alls voru tæplega 22 þúsund prentskilabóka lánuð til notkunar á lestrarsal á síðasta ári.