Engir fóstruliðar menntaðir í VMA Er mjög sár, segir skólameistari Menntamálaráðuneytið hefur afturkallað leyfi Verkmenntaskólans á Akureyri varðandi menntun fóstruliða, en skólinn hafði sótt um heimild til að setja upp slíkt nám.

Engir fóstruliðar menntaðir í VMA Er mjög sár, segir skólameistari Menntamálaráðuneytið hefur afturkallað leyfi Verkmenntaskólans á Akureyri varðandi menntun fóstruliða, en skólinn hafði sótt um heimild til að setja upp slíkt nám. Baldvin Bjarnason segir að leyfið hafi verið afturkallað vegna neikvæðrar afstöðu bæjaryfirvalda á Akureyri.

Ég er mjög sár yfir þessu," sagði Baldvin. Hann sagði að miklum tíma hefði verið varið til undirbúnings, m.a. hefðu verið farnar 16 ferðir suður til Reykjavíkur tilað funda um málið, en Baldvin tók sæti Bernharðs Haraldssonar skólameistara í nefnd sem Birgir Ísleifur Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði til að skoða þessi mál. Það hefur farið ómældur tími í undibúning og sárt að ekkkert geti orðið af því að skólinn bjóði upp á þessa menntun. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með afstöðu bæjaryfirvalda," sagði Baldvin.

Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri sagði að afstaða bæjarins byggst á því að hann hefði ekki talið sig hafa efni á að greiða nemum laun á meðan þeir væru í verklegu námi á dagvistum bæjarins. Þá sagði Sigfús að viðvarandi fóstruskortur væri í bænum og brýnna að leysa þann vanda. En það var fyrst og fremst peningahlið in sem skipti máli varðandi afstöðu bæjarins," sagði Sigfús.