Herinn boðar atlögu gegn andófsmönnum í Shanghai ­ en kínverskir námsmenn segjast ekki munu gefast upp fyrr en yfir lýkur Peking, Hong Kong. Reuter.

Herinn boðar atlögu gegn andófsmönnum í Shanghai ­ en kínverskir námsmenn segjast ekki munu gefast upp fyrr en yfir lýkur Peking, Hong Kong. Reuter.

DENG Xiaoping, helstur ráðamaður í Kína, kom fram í sjónvarpi í gær en þá hafði ekkert til hans sést í þrjár vikur. Lofaði hannframgöngu hersins og minntist þeirra, sem fallið hefðu í atlögunni gegn "gagn byltingarmönnum". Ekki hafa borist fréttir um mótmæli í Peking ení Shanghai komu 40.000 manns saman í gær til að krefjast lýðræðisog minnast þeirra, sem herinn myrti. Segjast námsmenn ætla að gera borgina að miðstöð andófsins gegn yfirvöldum en herstjórnin í Nank ing, sem tekur einnig til Shanghai, segist ætla að "kveða uppreisnina niður". Er óttast, að Alþýðuherinn láti þar fljótlega til skarar skríða.

Deng, sem er 84 ára að aldri, var þreytulegur að sjá og óstyrkur þegar hann birtist á sjónvarpsskjánum ásamt Li Peng forsætisráðherra og Yang Shangkun forseta, sem báðir eru harðlínumenn. Lofaði hann Al þýðuherinn fyrir að hafa barið niður "gagnbyltingaröfl, sem ætluðu að uppræta kommúnistaflokkinn og sós'íalismann". Erlendir sendimenn segja augljóst, að kínversku ráðamennirnir, sem flestir eru um áttrætt að Li Peng undanskildum, séu að reyna að snúa klukkunni við og hverfa aftur til kúgunarinnar á sjötta áratugnum. "Vandinn er bara sá að þjóðin sjálf hefur breyst," sagði einn þeirra.

Rúmlega 40.000 manns komu saman til mótmælafundar í Shanghai í gær til að krefjast lýðræðislegra stjórnarhátta og frelsis. Minntist fólkið fallinna félaga og voru margir hvítklæddir en það er litur sorgarinnar í Kína. "Lýðræðisandinn mun aldrei slokkna" var letrað á einn kröfu borðann og á öðrum stóð: "Reiði, reiði, reiði vegna glæpaverka hersins." Námsmenn, sem haft var símasamband við frá Hong Kong, sögðu, að þeir væru að endurreisa samtökin eftir fjöldamorðin í Peking og ætluðu að gera Shanghai að miðstöð baráttunnar. "Við munum berjast þar til yfir lýkur," sagði einn námsmannanna.

Yfirherstjórnin í Nanking-héraði, sem Shanghai tilheyrir, tilkynnti í gær, að herinn myndi brátt búast tilað "kveða uppreisnina niður og greiða þeim þungt högg, sem hafa staðið fyrir henni". Efast fáir um, að við þau orð verði staðið enda líklegt, að öldungarnir í Peking telji sig ekki eiga annarra kosta völ úr því sem komið er. Um 100 skriðdrekar og fjöldi herbíla fóru í gær frá Peking en ekki var vitað hver tilgangurinn var með þeim liðsflutningum.

Sjá "Harðlínumenn ..." á bls. 21.

Reuter