Palme-réttarhöldin: Hefur hinn ákærði fjarvistarsönnun? Stokkhólmi. Reuter. Réttarhöldin í Palme-málinu tóku óvænta stefnu í gær þegar nýtt vitni kvaðst geta veitt sakborningnum, Christer Pettersson, örugga fjarvistarsönnun.

Palme-réttarhöldin: Hefur hinn ákærði fjarvistarsönnun? Stokkhólmi. Reuter. Réttarhöldin í Palme-málinu tóku óvænta stefnu í gær þegar nýtt vitni kvaðst geta veitt sakborningnum, Christer Pettersson, örugga fjarvistarsönnun. Sagði vitnið, eða maðurinn, að hann hefði séð Pettersson á brautarstöð í úthverfi Stokkhólms áður en hálftími var liðinn frá morðinu á Olof Palme.

Lögreglan og verjandi Petters sons voru í gær að kynna sér framburð mannsins en reynist hann trúverðugur getur hann gjörbreytt gangi málsins. Palme var skotinn kl. 23.21 en Pettersson segist hafa farið heim með lestinni kl. 23.46. Hafi hann sofnað á leiðinni, misst af áfangastaðnum og ekki vaknað fyrr en á endastöð lestarinnar. Þar hafi hann farið út og beðið annarrar.

"Ég man eftir honum á brautarstöðinni þessa nótt," segir vitnið. "Hann sat á bekk og reykti og virtist þreytulegur. Ég er viss um, að þetta var 28. febrúar því morguninn eftir sagði útvarpið frá morðinu."

Vitnið er reiðubúið að koma fyrir réttinn en saksóknarinn ætlar að leiða fram önnur vitni, sem bera að Pettersson hafi beðið fyrir utan kvikmyndahúsið, sem Palme og kona hans sóttu, og síðan fylgt þeim eftir.

Reuter