Reuter Konungdæminu borgið FYRSTI hrafninn, sem klakist hefur út í Lundúnaturni (Tower of London) í meira en 300 ár, var sýndur almenningi í gær og gátu hjátrúarfullir Bretar þá loksins dregið andann léttara þvíað samkvæmt þjóðtrúnni líður konungdæmi í...

Reuter Konungdæminu borgið

FYRSTI hrafninn, sem klakist hefur út í Lundúnaturni (Tower of London) í meira en 300 ár, var sýndur almenningi í gær og gátu hjátrúarfullir Bretar þá loksins dregið andann léttara þvíað samkvæmt þjóðtrúnni líður konungdæmi í Bretlandi undir lok, verði hrafnalaust í Turninum. "Konungdæminu og Englandi er borgið," sagði John Wilmington, konunglegur hrafnahaldari, sem er með hrafnsunganum á myndinni. Á 17. öld ákvað Karl konungur II að losa sig við fuglana en sagan segir, að honum hafi þá verið ráðlagt að halda nokkrum þeirra til að stofna konungdæminu ekki í hættu.