Rúmenía: Ungbarnadauðinn vex París. Reuter. RÚMENSKIR valdamenn lifa í vellystingum praktuglega en á fæðingarheimilunum missa mæðurnar börnin sín vegna skorts á lyfjum og umönnun. Kom þetta fram í gær á mannréttindaráðstefnu 35 þjóða í París.

Rúmenía: Ungbarnadauðinn vex París. Reuter.

RÚMENSKIR valdamenn lifa í vellystingum praktuglega en á fæðingarheimilunum missa mæðurnar börnin sín vegna skorts á lyfjum og umönnun. Kom þetta fram í gær á mannréttindaráðstefnu 35 þjóða í París.

Kanadíski sendiherrann William Bauer sagði að rúmensku fulltrúarnir á ráðstefnunni svifust einskis í vonlausri vörn fyrir kúgunina og einræði Nicolaes Ceausescus forseta. Úthugsaðar gagnárásir, undanfærslur og lygar væru brögðin sem þeir beittu.

Bauer sagði, að í Rúmeníu væru nýfædd börn ekki skráð fyrr en þau væru orðin mánaðargömul. "Það er gert til að tölur um ungbarnadauða líti betur út, barnið er ekki til sem einstaklingur fyrr en eftir mánuð." Vestrænir sérfræðingar segja, að Rúmenía sé eina Evrópulandið þarsem ungbarnadauðinn vex stöðugt.

Reuter