Sovéska fulltrúaþingið: Erlendu skuldirnar greiddar með nýjum Moskvu. Reuter. ERLENDAR skuldir Sovétmanna eru 53 milljarðar dollara og stjórnvöld geta ekki staðið í skilum með afborganir nema með því að taka ný lán.

Sovéska fulltrúaþingið: Erlendu skuldirnar greiddar með nýjum Moskvu. Reuter.

ERLENDAR skuldir Sovétmanna eru 53 milljarðar dollara og stjórnvöld geta ekki staðið í skilum með afborganir nema með því að taka ný lán. Kom þetta fram í umræðum á sovéska fulltrúaþinginu í gær en þá vísaði Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi einnig á bug orðrómi umað hætta væri á, að honum yrði steypt af stóli.

"Getum við sokkið dýpra í skuldafenið?" spurði Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra þegar hann svaraði áskorunum sumra þingmanna umað tekin yrðu meiri lán á Vesturlöndum til að auka innflutning neysluvarnings. Upplýsti Ryzhkov í fyrsta sinn, að Sovétmenn skulduðu 53 milljarða dollara erlendis og þyrftu að greiða af þeim í afborganir og vexti 18,7 milljarða árlega. Sagði hann, að gjaldeyristekjur ríkisins yrðu 25 milljarðar dollara á árinu og þar af færu 21,2 milljarðar í innflutning. Þá væru eftir 3,8 milljarðar upp í afborganir. Það, sem á vantaði, yrði að fá lánað á Vesturlöndum.

Gorbatsjov gerði að umtalsefni í sinni ræðu orðróm um yfirvofandi valdarán og sagði, að slíkar kviksögur væru út í hött. Bað hann þingmenn að taka ekki þátt í söguburðinum. Rithöfundurinn Valentín Raspútín og sagnfræðingurinn Roy Medvedev telja hins vegar, að mikil valdabarátta eigi sér stað milli helstu ráðamanna og þeir benda á, að í hvert sinn sem Gorbatsjov bregði sér af bæ sé eins og stefna flokks og stjórnar falli í gamla farið.

Sjá "Verður ..." á bls. 20-21.

Reuter