Arnarflug byrjar áætlunarflug til Genfar
ARNARFLUG hefur fengið samþykki svissneskra stjórnvalda fyrir áætlunarflugi til Genfar og hefst það 24. þessa mánaðar. Auk þess verður flogið áætlunarflug til Z?rich í Sviss, eins og undanfarin ár.
Til Genfar verður flogið einusinni í viku, á laugardögum og verður farið um Amsterdam. Tilað byrja með verður þetta flug aðeins að sumri til og verður til loka ágúst á þessu sumri.
Arnarflug hefur gert samningavið ferðaskrifstofur í Sviss um flutninga á hópum, en einnig verða seldir farseðlar til einstaklinga, eins og á öðrum áætlunarleiðum félagsins.
(Úr fréttatilkynningu.)