Dómkirkjan: Kveðjumessa sr. Lárusar Halldórssonar UNDANFARIÐ ár hefur sr. Lárus Halldórsson verið settur prestur við Dómkirkjuna í ársleyfi sr. Þóris Stephensen. Starfstíma sr. Lárusar lýkur 15. júní og mun hann á morgun flytja sína síðustu messu á þessu...

Dómkirkjan: Kveðjumessa sr. Lárusar Halldórssonar

UNDANFARIÐ ár hefur sr. Lárus Halldórsson verið settur prestur við Dómkirkjuna í ársleyfi sr. Þóris Stephensen.

Starfstíma sr. Lárusar lýkur 15. júní og mun hann á morgun flytja sína síðustu messu á þessu tímabili og kveðja Dómkirkju söfnuðinn og hefst messan klukkan 11.

Á þessum tímamótum eru sr. Lárusi fluttar einlægar þakkir frá Dómkirkjusöfnuðinum fyrir störf hans á liðnu ári og honum og fjölskyldu hans óskað allra heilla í framtíðinni.

(Frá Dómkirkjunni.)