Kennaraháskólinn: Fyrstu heiðursdoktorar kjörnir Dr. Broddi Jóhannesson og dr. Matthías Jónasson verða í dag, laugardag, sæmdir doktorsnafnbót við Kennaraháskóla Íslands á sviði uppeldis- og kennslufræða í heiðursskyni.

Kennaraháskólinn: Fyrstu heiðursdoktorar kjörnir Dr. Broddi Jóhannesson og dr. Matthías Jónasson verða í dag, laugardag, sæmdir doktorsnafnbót við Kennaraháskóla Íslands á sviði uppeldis- og kennslufræða í heiðursskyni. Titill þeirra verður Doctor Educationes honoris causa, sem er skammstafað Dr.Ed.h.c.. Heiðursdoktorarnir verða útnefndir við afhendingu prófskírteina kennaraefna, og eru þeir fyrstu heiðursdoktorarnir við KHÍ.

"Með nýjum lögum um Kennaraháskóla Íslands frá 1988 er staða hans sem fullgilds háskóla á sviði kennaramenntunar staðfest," segir í fréttatilkynningu frá skólanum. "Kennaraháskóli Íslands vill neyta fyrsta tækifæris sem gefst til að heiðra þá dr. Brodda og dr. Matthías fyrir framlag þeirra til uppeldisfræða og menntamála þjóðarinnar og störf í þágu kennaramenntunar sérstaklega. Einnig vill skólinn með kjöri sinni fyrstu heiðursdoktora fagna hinum nýju lögum og þeirri staðfestingu, sem í þeim felst á stöðu hans, og um leið minnast þess að á yfirstandandi skólaári eru 80 ár liðin frá þvíað Kennaraskóli Íslands hóf störf."

Dr. Matthías Jónasson er fæddur 2. september árið 1902. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1930. Hann stundaði nám í uppeldisfræði, sálarfræði, heimspeki, félagsfræði og mannkynssögu og varði doktorsritgerð við háskólann í Leipzig árið 1935. Hann sinnti uppeldis legri ráðgjöf, kennslu, fræðilegum ritstörfum, rannsóknum og félagsmálum eftir komuna til Íslands 1945. Hann varð fyrsti íslenzki prófessorinn í uppeldisfræðum árið 1957 við Háskóla Íslands. Eftir dr. Matthías liggja fræðileg rit, sem eru mikil að vöxtum og fjalla nánast öll um uppeldisfræðileg viðfangsefni og álitamál.

Dr. Broddi Jóhannesson er fæddur 21. apríl árið 1916. Hann lauk stúdentsprófi frá MA árið 1935. Hann lagði stund á nám í uppeldis- og sálarfræðum við háskólann í T¨ubingen í Þýzkalandi. Þar hlaut hann doktorsnafnbót árið 1940. Hann hóf kennslu við Kennaraskóla Íslands ári síðar og varð skólastjóri skólans árið 1962. Hann var fyrsti rektor KHÍ þegar stofnunin varð að háskóla 1971 og gegndi hann því starfi til 1975 er hann dró sig í hlé og hætti störfum. Dr. Broddi er höfundur þriggja bóka, auk þess sem hann hefur þýtt nokkur rit. Eftir hann liggur fjöldi greina um skóla-, uppeldis- og fræðslumál, sem flestar birtust í tímaritinu Menntamál sem hann ritstýrði í áratug.

Dr. Matthías Jónasson.

Dr. Broddi Broddason.