Þingkonum Kvennalist ans skipt út Á vorfundi Kvennalistans, sem haldinn var í Skálholti um síðustu helgi, var ákveðið fyrirkomulagið við að skipta út þingkonum listans.

Þingkonum Kvennalist ans skipt út Á vorfundi Kvennalistans, sem haldinn var í Skálholti um síðustu helgi, var ákveðið fyrirkomulagið við að skipta út þingkonum listans. Kristín Halldórsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir munu víkja fyrir Önnu Ólafsdóttur Björnsson og Guðrúnu Halldórsdóttur. Anna mun koma inn á þing strax í haust en vegna anna getur Guðrún Halldórsdóttir ekki tekið við af Guðrúnu Agnarsdóttur fyrr en um áramót. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið að undanförnu um þetta fyrirkomulag innan Kvennalistans og urðu töluverðar umræður um málið á vorfundinum. Þeim umræðum lyktaði með fyrrgreindri niðurstöðu.