Forsætisráðherra El Salvador myrtur San Salvador. Reuter. JOSE Antonio Rodriguez Porth, forsætisráðherra El Salvadors, var skotinn til bana ásamt bílstjóra sínum og lífverði utanvið heimili sitt í gær.
Forsætisráðherra El Salvador myrtur San Salvador. Reuter.
JOSE Antonio Rodriguez Porth, forsætisráðherra El Salvadors, var skotinn til bana ásamt bílstjóra sínum og lífverði utanvið heimili sitt í gær. Talið er að skæruliðar vinstrimanna hafi verið að verki.
Rodriguez Porth sór embættiseið sem forsætisráðherra fyrir nokkrum dögum í hægristjórn Alf redos Cristianis forseta.
Í útvarpsfréttum frá höfuðborginni, San Salvador, var sagt að ráðherrann hefði látist á sjúkrahúsi.
Reuter