Fundur varnarmálaráðherra NATO: Varnirtreystar með auknum fjárframlögumbandalagsríkj anna Brussel, Bonn, Washington. Reuter. TVEGGJA daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær.

Fundur varnarmálaráðherra NATO:

Varnirtreystar með auknum fjárframlögumbandalagsríkj anna Brussel, Bonn, Washington. Reuter.

TVEGGJA daga fundi varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær. Í lokaályktun fundarins segir að bandalagið muni áfram reiða sig á traustar varnir og að leitast verði við að auka fjárframlög til þessa málaflokks. Jafnframt verði leitað eftir samkomulagi við Sovétmenn um fækkun hermanna, vígtóla og flugvéla í Evrópu. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga til að bregðast fljótt og vel við tillögum NATO-ríkjanna á þessu sviði en Gorbatsjov er væntanlegur í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands á mánudag.

Þorstein Ingólfsson, skrifstofustjóri Varnarmálskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sat ráðherrafundinn fyrir Íslands hönd. Í lokaályktuninni er ítrekað það markmið bandalagsríkjanna að framlög til varnarmála verði aukin um þrjú prósent á ári hverju umfram verðbólgu. Segir í yfirlýsingu fundarmanna að nauðsynlegt sé að auka framlög til þessa málaflokks og fullyrt að aðildarríkin hafi auðveldlega efni á því. NATO-ríkin settu sér þetta markmið fyrst árið 1977 en fjölmörg ríki hafa fram til þessa látið yfirlýsinguna nægja. Fyrir fundinn höfðu þær raddir heyrst að óraunhæft væri að auka framlög til þessa málaflokks í ljósi þeirrar þíðu sem ríkti í samskiptum austurs og vesturs nú um stundir.

Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að fyllsta ástæða væri til þess að efla og endurnýja herafla bandalagsþjóðanna í Evrópu. Hugsanlegur sáttmáli við Sovétmenn um stórfellda fækkun hermanna og hefðbundinna vopna í Evrópu breytti engu þar um. George Bush Bandaríkjaforseti lagði fram nýja tillögu um samdrátt á sviði hins hefðbundna herafla í síðasta mánuði og var hún þá samþykkt á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins. Í tillögunum er m.a. gengið til móts við það sjónarmið Sovétmanna að jafnframt beri að ræða fækkun árásarflugvéla í Vínarviðræður austurs og vesturs um niðurskurð á sviði hins hefðbunda herafla. Ákveðið hefur verið að nefnd sérfræðinga frá öllum aðildarríkjunum 16 vinni í sumar að tæknilegri útfærslu þessara tillagna en næsta lota Vínarviðræðn anna hefst þann 7. september.

Á fimmtudag hvatti James Baker, utanríkisráðherra Banadaríkj anna Gorbatsjov Sovétleiðtoga tilað taka undir tillögur NATO-ríkj anna. Hann skoraði jafnframt á Sovétmenn að fækka einhliða skammdrægum kjarnorkuvopnum sínum í Austur-Evrópu þannig að jöfnuður ríkti á þessu sviði kjarnorkuheraflans í álfunni. Gorbatsjov kemur í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands á mánudag en Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á fundi með blaðamönnum í Bonn í gær að þess væri ekki að vænta að Gorbatsjov svaraði tilboði NATO-ríkjanna formlega á meðan hann dveldist í Vestur-Þýskalandi.

Reuter