Skrúfuflugan nemur land í Afríku: Getur haft ólýsanlegar afleiðingar fyrir menn og dýr ­ segir Björn Sigurbjörnsson, sem stjórnar alþjóðlegum aðgerðum gegn plágunni Afríkuþjóðir standa nú frammi fyrir nýjum vágesti, sem haft getur alvarlegar afleiðingar...

Skrúfuflugan nemur land í Afríku: Getur haft ólýsanlegar afleiðingar fyrir menn og dýr ­ segir Björn Sigurbjörnsson, sem stjórnar alþjóðlegum aðgerðum gegn plágunni Afríkuþjóðir standa nú frammi fyrir nýjum vágesti, sem haft getur alvarlegar afleiðingar fyrir matvælaframleiðslu í álfunni og kvistað niður búfénað jafnt sem villt dýr. Er hér um að ræða flugu, sem er nokkru stærri en venjuleg húsfluga, og leggst á dýr með heitt blóð. Leitar hún uppi hverja minnstu skrámu til að verpa í og klekjast lirfurnar út á sólarhring. Nærast þær síðan á holdinu og geta drepið fullvaxið naut á tíu dögum. Þetta skaðræðisdýr hefur nú numið land í Líbýu. Segir frá þessu í síðasta tölublaðibandaríska tímaritsins Time og meðal annars vitnað í dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóra sameiginlegra deilda FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, og IAEA, Alþjóðakjarnorku málastofnunarinnar, en hann mun stjórna samræmdum aðgerðum vísindamanna frá mörgum þjóðum gegn þessari alvarlegu plágu.

Björn Sigurbjörnsson, sem hefur aðsetur í Vín, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að flugunnar hefði orðið vart í Líbýu í júlí í fyrra, líklega borist þangað með lifandi skepnum, og hefði nú í ársbyrjun verið búið að skrá 3.000 tilfelli í dýrum og nærri 200 í mönnum. Enskumælandi menn kalla fluguna "skrúfuflugu" og sagði Björn, að það væri ekki fjarri lagi því að lirf an eins og skrúfar sig inn í lifandi hold. Latneska fræðiheitið er Coc hliomyia hominivorax og merkir síðari liðurinn "mannæta".

"Þessi fluga er ættuð frá Ameríku, norðanverðri SuðurAmeríku, Mið-Ameríku, Mexikó og norður til Suðurríkja Bandaríkjanna, en þetta er í fyrsta skipti, að hennar verður vart annars staðar," sagði dr. Björn. "Í átthögunum sýkir flugan oft um 40% alls búfénaðar og drepur um 20% þótt reynt sé að berjast gegn henni með þvíað bera skordýraeitur á sjálfar skepnurnar. Ef hún nær fótfestu í Afríku og berst suður með álfunni getur hún haft ólýsanlegar afleiðingar fyrir matvælaframleiðsluna og auk þess lagt að velli 20-40% villidýranna. Ef hún kemst í villt dýr munu þau líka verða þau stöðug uppspretta nýrra flugnafar aldra."

Björn sagði, að sem betur fer réðu menn yfir betri vopnum en eiturburði og yrði þeim beitt í Líbýu. Er þá átt við, að ræktaðar eru hundruð milljóna karlflugna í verksmiðjum og þær síðan gerðar ófrjóar með gammageislum. Að því búnu er þeim sleppt á flugnasvæð unum og er reynt að gæta þess, að 10 ófrjóar flugur komi á hverja eina villta. Afleiðingin er sú, að flugnastofninn deyr út með 7-8 kynslóðum.

"Með þessu móti tókst að útrýma flugunni í Bandaríkjunum, í Florida og Texas, og einnig í Mexikó fyrir tveimur árum. Til þessara aðgerða er síðan gripið í hvert sinn sem flugunnar verður vart á ný," sagði Björn.

Það kom fram hjá Birni, að stjórnvöld og íbúar annarra Norður-Afríkuríkja hefðu miklar áhyggjur af þessum vágesti í Líbýu enda hefði hans orðið skammt frá egypsku landamærunum. Villt dýr og burðardýralestir færu líka á milli landanna og gætu því hæglega borið fluguna á milli. Björn sagði, að hins vegar þyrftu íbúar Mið-Evrópu og þar fyrir norðan ekki að óttast því að flugan lifði ekki þar sem hitinn færi niður fyrir 10 gráður. Öðru máli gegndi um Spán, Ítalíu og Grikkland. Þar gæti flugan þrifist á sumum svæðum.

FAO, Matvæla- og landbúnaðar stofnunin, ákvað í síðasta mánuði að grípa til neyðaraðgerða vegna skrúfuflugunnar og fyrir nokkrum dögum var efnt til fundar í Róm með fulltrúum frá Líbýu, Túnis og Egyptalandi. Þá hafa stjórnvöld í 35 öðrum ríkjum verið beðin umað vera á verði og bandarískir sérfræðingar munu þjálfa Líbýumenn í baráttunni við pláguna. Sagði Björn, að Bandaríkjamenn og Mexikómenn ættu einu "flugna verksmiðjuna", sem nú væri starfrækt og er hún skammt frá Tuxtla Gutiérrez í Mexikó. Á næstu tveimur mánuðum væri unnt að rækta þar 100 milljónir ófrjórra karl flugna og allt að 500 milljónir þegar fram í sækti.

Björn Sigurbjörnsson

Skrúfufluga. Hún er litlu stærri en húsfluga en með skærrauð augu.