Lágafellskirkja 100 ára LÁGAFELLSKIRKJA er 100 ára á þessu ári og verður þess minnst nk. sunnudag 11. júní með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju klukkan 14. Klukkan 13.30, leikur skólahljómsveit Mosfellsbæjar fyrir utan Lágafellskirkju undir stjórn...

Lágafellskirkja 100 ára

LÁGAFELLSKIRKJA er 100 ára á þessu ári og verður þess minnst nk. sunnudag 11. júní með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju klukkan 14.

Klukkan 13.30, leikur skólahljómsveit Mosfellsbæjar fyrir utan Lágafellskirkju undir stjórn Sveins Birgissonar.

Klukkan 14 hefst hátíðarguðsþjónusta. Séra Heimir Steinsson, prestur á Þingvöllum, prédikar. Björn Ástmundsson, form. sóknarnefndar, flytur ávarp. Séra Birgir Ásgeirsson, þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellsskóknar syngur. Organisti er Guðmundur Ómar Óskarsson.

Klukkan 15.15 verður kaffisamsæti í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3. Þar mun tónlistarfólk úr Mosfellsbæ skemmta gestum með söng og hljóðfæraleik.

Syngur í Seljakirkju

Í guðsþjónustu sunnudagskvöld klukkan 20 syngur Steinar Magnússon í Seljakirkju.

Steinar stundar söngnám í Bloomington, Indiana. Hann lauk námi við Söngskólann í Reykjavík 1988 og hefur víða komið fram opinberlega.

Steinar fer aftur út til náms innan skamms. Í Seljakirkju syngur Steinar Lofsöng eftir Bjarna Böðvarsson og Friðarins Guð eftir Árna Thorsteinsson við undirleik Kjartans Sigurjónssonar organista kirkjunnar.

Dúx Stýrimannaskól ans í Eyjum

Með frétt í blaðinu á fimmtudag um skólaslit Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum var dúx skólans rangt nafngreindur, einnig féll niður mynd sem vera átti með fréttinni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.

Nemendur Stýrimannaskólans sem útskrifuðust af 2. stigi með prófskírteini sín að skólaslitum loknum.

Sigurður Ingi Ólafsson var dúx Stýrimannaskólans með hæstu meðaleinkunn sem nokkur nemandi skólans hefur fengið fyrr og síðar. Hann fékk fjölda verðlauna fyrir árangurinn.

Ásgeir Lárusson í Ás mundarsal ÁSGEIR Lárusson myndlistarmaður er nú að opna sína níundu einkasýningu, að þessu sinni í Ásmundarsal. Hann sýnir þar 33 myndir unnar með það sem hann kallar glassliti. Sýningin er opin til 25. júní.

Ég skipti myndum mínum í tvennt, helminginn mála ég fyrst, klippi það svo niður og skeyti saman í nokkurs konar tvískiptan skúlptúr. Hinn helminginn mála ég beint á pappír. Það má segja að viðfangsefni mitt sé að þróa aðferð hugsans til að losna við úrgangsefni með því að fást við form og liti," sagði Ásgeir í samtali við 'Morgunblaðið.

Ásgeir með eitt af verkum sínum.Morgunblaðið/Emelía.

Safnaðar ferð Grensássóknar

Sunnudaginn 11. júní klukkan 10 verður farið frá Grensáskirkju í safnaðarferð. Ekið verður um Hveragerði, Selfoss og Eyrarbakka.

Leiðsögumenn fræða um það sem fyrir augun ber. Hádegisverður snæddur í Þorlákshöfn og staðurinn skoðaður. Guðsþjónusta í Strandarkirkju klukkan 14. Sr. Tómas Guðmundsson prófastur þjónar fyrir altari og sr. Halldór S. Gröndal prédikar.

Ekið heim um Krísuvík. Kostnaður er krónur 1.000 matur innifalinn. Ferðalok við Grensáskirkju áætlaður klukkan 18. Verið velkomin.

­ Sóknarnefndin