Ármenn: Áhyggjur vegna urriðastofnsins NÝLEGA var haldinn almennur félagsfundur Ármanna, landsfélags um þjóðlega náttúruvernd og stangveiði með flugu, um fiskverndunarmál.

Ármenn: Áhyggjur vegna urriðastofnsins

NÝLEGA var haldinn almennur félagsfundur Ármanna, landsfélags um þjóðlega náttúruvernd og stangveiði með flugu, um fiskverndunarmál. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi ályktun:

"Almennur félagsfundur Ármanna, landsfélags um þjóðlega náttúruvernd og stangveiði með flugu, haldinn 17. maí 1989, lýsir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðs samnings Landsvirkjunar annars vegar og Veiðifélags Laxár/Krákár og Landeigendafélags Laxárs hins vegar, einkum þeim ákvæðum er lúta að laxagengd fyrir ofan stíflu. Laxarækt á þessu svæði getur stefnt urriðastofninum þar í hættu, hvort sem heldur er til röskunar, fækkunar eða útrýmingar.

Er þá ekki betur heima setið en af stað farið? Verum minnug þess að Laxá í Þingeyjarsýslu er ein dýrmætasta perla íslenskrar náttúru, sem okkur ber siðferðileg skylda til að vernda um ókomna framtíð."