yrsta reynsla ungra Reykvíkinga af leikhúsi er oftast brúðuleikhús. Á hverju sumri rekur borgin leikhúsið "Brúðubílinn," sem ekur á milli róluvalla og leikskóla með sýningar fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára.

yrsta reynsla ungra Reykvíkinga af leikhúsi er oftast brúðuleikhús. Á hverju sumri rekur borgin leikhúsið "Brúðubílinn," sem ekur á milli róluvalla og leikskóla með sýningar fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Sýningartímabil Brúðubílsins, sem stendur í tvo mánuði, hófst 1. júní síðastliðinn, með frumsýningu í Hallargarðinum. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Einar Falur, tók meðfylgjandi myndir af sýningunni og viðbrögðum áhorfenda

Óhætt er að segja að myndlist sé mjög margþætt listgrein og blaðið í dag ber þess glöggt vitni. Sigrún Harðardóttir skrifar um timburlist frá Kanada, Björgvin Björgvinsson skrifar um franska listamanninn Dubuffet og Rúnar Helgi Vigfússon ræðir við Timothy Barrett um pappírslist. Einnig er rætt við Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem sýnir pappírslistaverk í FÍM-salnum umþessar mundir. Að lokum skrifar Eiríkur Þorláksson um Kjarvalssýningu sem opnar á Kjarvalsstöðum í dag

Dion Boucicault var einn vinsælasti leikritahöfundur, leikari og "leikstjóri" Viktoríutímans. Leikrit hans, sem telja tvöhundruð voru flestum öðrum vinsælli, sem leikari var hann dáður og allt breska heimsveldið smjattaði á einkalífi hans í nærri fjóra áratugi. Hann var stjarna í hæsta gæðaflokki. Þó er það svo að í dag heyrist nafn hans sjaldan nefnt. Því hefur þó skotið upp í seinni tíð í Englandi og á Írlandi. Í dag skrifar Hávar Sigurjónsson um þennan fjölhæfa listamann