Hjón villast í óbyggðum HJÁLPARSVEITARMENN frá Laugarvatni fundu í gærmorgun hjón úr Kópavogi, sem villst höfðu á leiðinni frá Meyjarsæti norður af Þingvöllum að Hlöðu felli.

Hjón villast í óbyggðum

HJÁLPARSVEITARMENN frá Laugarvatni fundu í gærmorgun hjón úr Kópavogi, sem villst höfðu á leiðinni frá Meyjarsæti norður af Þingvöllum að Hlöðu felli.

Hjónin lögðu af stað á þriðjudaginn og var farið að sakna þeirra á miðvikudagskvöld. Björgunarsveitir af Suðurlandi fóru í kjölfar þessað leita þeirra og fundust þau í gærmorgun upp undir Langjökli. Hjónin, sem voru á gönguskíðum, höfðu þá verið á ferðinni í þrjá sólarhringa og töldu björgunarsveitarmenn að þau hefðu gengið um 140 kílómetra.